fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Eyjan

Þetta fá stjórnarmenn bankanna í laun – Arion banki borgar langbest en Íslandsbanki verst

Eyjan
Laugardaginn 25. mars 2023 15:10

Stjórnarformenn íslensku bankanna. Finnur Árnason, Sigurður Hannesson, Helga Björk Eiríksdóttir og Brynjólfur Bjarnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er afar eftirsótt að komast í stjórnir íslensku bankanna enda er um að ræða vel launuð störf miðað við þá vinnu sem inna þarf af hendi.

DV tók saman hvað stjórnir íslensku bankanna borga stjórnarmönnunum sínum og þar sést að Arion banki borgar stjórnarmönnum sínum langbestu launin. Nokkur munur er á launum almennra stjórnarmanna sem skýrist af því að það er er misjafnt í hversu mörgum undirnefndum þeir sitja en greitt er sérstaklega fyrir setu í þeim.

Brynjólfur með langhæstu launin

Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka, var með 23,4 milljónir króna í árslaun sem gera um 1,95 milljónir króna á mánuði. Hann er með 3,5 milljónum hærri laun á ári en Sigurður Hannesson, stjórnarformaður Kviku banka (19,9 milljónir í árslaun), 6,7 milljónum hærri laun en Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans og 12,6 milljónum hærri laun á ári en Finnur Árnason, stjórnarformaður Íslandsbanka. Þá er varaformaður stjórnar Arion banka, Paul Richard Horner, einnig með mun hærri laun en stjórnarformenn annarra banka.

Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka. Hann hefur setið í stjórn bankans í tæpan áratug.

Bankarnir sem íslenska ríkið á ekki hlut í, Arion og Kvika, borga því umtalsvert hærri stjórnarlaun en ríkisbankarnir Landsbankinn og Íslandsbanki.

Hér má sjá stjórnarlaun einstakra stjórna árið 2022 (aðeins þeir sem setið hafa í stjórnunum heilt ár)

Arion banki

Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður – 23,4 milljónir króna í árslaun

Paul Richard Horner, varaformaður – 22,5 milljónir króna

Gunnar Sturluson, stjórnarmaður – 16 milljónir króna

Liv Fiksdahl, stjórnarmaður – 19 milljónir króna

Steinunn K. Þórðardóttir – 19,2 milljónir króna

Kvika banki

Sigurður Hannesson, stjórnarformaður – 19,9 milljónir króna

Guðmundur Þórðarson, varaformaður – 14,2 milljónir króna

Guðjón Karl Reynisson, stjórnarmaður – 11 milljónir króna

Helga Kristín Auðunsdóttir, stjórnarmaður – 13,9 milljónir króna

Ingunn Svala Leifsdóttir, stjórnarmaður – 10,5 milljónir króna

Landsbankinn

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs – 16,7 milljónir króna

Berglind Svavarsdóttir, varaformaður bankaráðs – 11,1 milljón króna

Elín H. Jónsdóttir, bankaráðsmaður – 9,5 milljónir króna

Guðbrandur Sigurðsson, bankaráðsmaður – 10,2 milljónir króna

Guðrún Ó. Blöndal, bankaráðsmaður – 9,5 milljónir króna

Helgi Friðjón Arnarson, bankaráðsmaður – 10,2 milljónir króna

Þorvaldur Jacobsen, bankaráðsmaður – 9,5 milljónir króna

Íslandsbanki

Finnur Árnason, stjórnarformaður – 10,8 milljónir króna

Guðrún Þorgeirsdóttir, varaformaður – 10,1 milljón króna

Anna Þórðarsdóttir, stjórnarmaður – 10,2 milljónir króna

Ari Daníelsson, stjórnarmaður – 7,3 milljónir króna

Frosti Ólafsson, stjórnarmaður – 10,1 milljón króna

Tanya Sharova, stjórnarmaður – 7,3 milljónir króna

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindi fatlaðra er ruslatunna stjórnmálanna

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindi fatlaðra er ruslatunna stjórnmálanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd