fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Sakar meirihlutann um skipulögð ósannindi í leikskólamálum

Eyjan
Fimmtudaginn 23. mars 2023 14:00

Leikskóli - Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið heldur því fram í leiðara sínum í dag að meirihlutaflokkarnir í borgarstjórn hafi haft fulla vitneskju um það erfiða ástand í leikskólamálum borgarinnar sem blasir við núna. Málflutningur þeirra hafi verið skipulögð ósannindi og raunar hafi Samfylkingin beitt slíkum ósanningum um leikskólamál árum saman.

Í leiðaranum er vitnað til orða Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á borgarstjórnarfundi í vikunni. Segir hún að sú mynd af málaflokknum sem hefur teiknast upp núna hafi verið algjörlega fyrirsjáanleg:

„Marta Guðjóns­dótt­ir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins ræddi þetta á borg­ar­stjórn­ar­fund­in­um og benti meðal ann­ars á að neyðarástandið hefði orðið á vakt Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en sá flokk­ur hef­ur lengst af á síðustu árum haft for­ystu í þess­um mál­um, ef svo má að orði kom­ast um þau vinnu­brögð sem stunduð hafa verið. Og Marta sagði þetta neyðarástand furðulegt „þegar haft er í huga að Sam­fylk­ing­in í Reykja­vík hef­ur lofað barna­fjöl­skyld­um að brúa bilið milli fæðing­ar­or­lofs og leik­skóla í að minnsta kosti 12 ár. Þetta hef­ur verið stefna og kosn­ingalof­orð þess flokks í Reykja­vík frá 2010 og jafn­framt skreytt alla mál­efna­samn­inga meiri­hlut­ans á þess­um tíma­bili.“

Marta hélt áfram og rifjaði upp að í byrj­un mars í fyrra hefði borg­ar­stjóri fengið borg­ar­ráð til að samþykkja til­lögu um að þessu mark­miði yrði náð 1. sept­em­ber það ár, „og síðan varð þetta helsta kosn­ingalof­orð borg­ar­stjóra og Sam­fylk­ing­ar í kosn­ing­un­um, síðastliðið vor. Þá vissi borg­ar­stjóri vel að slíku mark­miði yrði með engu móti náð á svo skömm­um tíma. Enda kom það á dag­inn. Eft­ir erfiðar kosn­ing­ar fóru menn í langt sum­ar­frí og ekk­ert var aðhafst í mála­flokkn­um allt sum­arið. Í ág­úst­mánuði, fjöl­menntu for­eldr­ar með börn sín í Ráðhúsið til að mót­mæla inn­an­tómu lof­orði. Þá lofaði meiri­hlut­inn aft­ur upp í erm­ina á sér, að frá ág­úst­mánuði og út síðasta ár myndu bæt­ast við 533 leik­skóla­rými og að meðal­ald­ur leik­skóla­barna yrði 14-15 mánaða fram að ára­mót­um og færi lækk­andi eft­ir það þannig að mark­miðinu langþráða, yrði því brátt náð. Það voru einnig inn­an­tóm lof­orð.““

Leiðarahöfundur segir sjaldgæft að skipulögðum ósannindum sé haldið svo ítrekað að kjósendum. Hann segir skýringar borgarstjóra og fyrrverandi formanns skóla- og frístundaráðs á ástandinu var ótrúverðugar og breyti ekki um það að frambjóðendur Samfylkingarinnar hafi sagt kjósendum vísvitandi ósatt:

„Rót vand­ans er að hans áliti laga­setn­ing á Alþingi árið 2008 um mennt­un og ráðningu kenn­ara og skóla­stjórn­enda við leik­skóla, grunn­skóla og fram­halds­skóla, sem hafi stór­aukið álag á leik­skól­ana og viðhaldið hárri starfs­manna­veltu. Við þetta hafi bæst laga­setn­ing frá ár­inu 2019 sem aukið hafi á vand­ann.

Nú kann að vera að þetta skýri að ein­hverju leyti vand­ann, þó að önn­ur sveit­ar­fé­lög glími að vísu ekki við sama vanda þrátt fyr­ir sama lagaum­hverfi. En það breyt­ir því ekki að þessi lög­gjöf lá öll fyr­ir þegar að Sam­fylk­ing­in og aðrir flokk­ar í meiri­hlut­an­um gáfu lof­orð sitt fyr­ir kosn­ing­ar í fyrra. Hafi fram­bjóðend­um flokks­ins verið þetta ljóst, sem þeim ber­sýni­lega var, voru þeir að segja kjós­end­um ósatt.“

Leiðarahöfundur segir myglu líka vera vinsæla afsökun meirihlutans en hún sé vandi sem hafi verið fyrirséður. Síðan segir um hlutskipti Framsóknarflokksins í þessu samhengi:

„Upp­gjöf meiri­hlut­ans í Reykja­vík í leik­skóla­mál­um er með öðrum orðum al­ger. Meiri­hlut­inn býður eng­ar lausn­ir og breyt­ir þar engu þó Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, að eig­in sögn boðberi breyt­inga í síðustu kosn­ing­um, hafi nú sleg­ist í hóp­inn og jafn­vel tekið að sér að leiða mála­flokk­inn. Hvers vegna sá ágæti flokk­ur er sátt­ur við að taka á sig ábyrgð á vanda meiri­hlut­ans í þess­um mála­flokki, líkt og ýms­um öðrum, er svo auðvitað sér­stakt um­hugs­un­ar­efni fyr­ir þá sem töldu sig vera að kjósa breyt­ing­ar fyr­ir tæpu ári.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus