fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. mars 2023 11:41

Kristrún Frostadóttir Mynd: Baldur Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt könnun  Maskínu fyrir marsmánuð hafa allir flokkarnir í ríkisstjórn tapað þónokkru fylgi og er samanlagt fylgi þeirra um 39% sem er sambærilegt því sem var í febrúar. Til samanburðar var samanlagt kjörfylgi þeirra 54,4% eftir kosningar.

Maskína mælir fylgi stjórnmálaflokka á landsvísu mánaðarlega og samkvæmt fylgismælingu í mars mælist Samfylkingin stærst allra flokka þriðja mánuðinn í röð.

Samfylkingin hefur bætt við sig töluverðu fylgi eftir að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku síðastliðið haust og er fylgið nú 24-25%. Það er rúmum 4 prósentustigum meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist næst stærstur þriðja mánuðinn í röð. Í fyrsta skipti er munurinn á flokkunum marktækur sé tekið tillit til vikmarka en þó með minnsta mögulega mun. 

Fylgi VG hrynur

Litlar breytingar eru á fylgi Framsóknar undanfarna mánuði og mælist flokkurinn  með rúmlega 13%. Fylgi VG hrynur samkvæmt könnuninni og er með 6% fylgi sem er með því allra minnsta sem flokkurinn hefur nokkurn tímann verið með. VG skipar sér nú í hóp minnstu flokkanna sem eiga sæti á Alþingi.

Viðreisn mælist með 9% fylgi, Píratar með 10% fylgi. Fylgi bæði Miðflokksins og Flokks fólksins hefur verið stöðugt síðastliðna mánuði í kringum 5-6%. Fylgi Sósíalista hefur verið á bilinu 4-6%.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 1.599, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 6. til 20. mars 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki