fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Vilhjálmur Theodór ráðinn forstöðumaður sölu hjá Vodafone

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. mars 2023 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Theodór Jónsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður sölu hjá Vodafone. Um er að ræða forstöðumannastöðu innan fyrirtækisins þar sem lykiláhersla er að leiða söluleiðir á fjarskiptum og sjónvarpsáskriftum til einstaklinga og smærri fyrirtækja. Kemur þetta fram í tilkynningu.

„Við erum einstaklega ánægð að fá jafn öflugan aðila og Vilhjálm Theodór til þess að leiða söluteymi Vodafone. Við erum sífellt að leita leiða til þess að skapa aukið virði fyrir okkar viðskiptavini bæði einstaklinga og fyrirtækja. Að fá Vilhjálm Theodór til þess að leiða söluteymi Vodafone til einstaklinga og smærri fyrirtækja styrkir okkur í þeirri sóknarvegferð,“ segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu-og markaðsmála Vodafone.

Vilhjálmur Theodór hefur starfað lengi í fjarskiptum og verið deildarstjóri hjá Vodafone við sölu og þjónustu til fyrirtækja á fjarskiptalausnum. Nú tekur hann við sviði þar sem sala til einstaklinga og smærri fyrirtækja verður lykiláherslan ásamt hámarks nýtingu á tækni í söluferlum. Vilhjálmur Theodór er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til