fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Eyjan

Prófessorar gagnrýna ríkisstjórnina og segja að grípa þurfi inn í verðbólgu og deilumál

Eyjan
Miðvikudaginn 1. mars 2023 09:00

Ríkisstjórnin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við hagfræðingarnir höfum lengi kvartað yfir því að ríkisfjármálunum hafi ekki verið beitt. Það hefur ekki náð eyrum ríkisstjórnarinnar.“

Þetta sagði Daði Már Kristófersson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hann sagði undarlegt að ríkisstjórnin bregðist ekki við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði, deilum á vinnumarkaði og hárri verðbólgu. Mikil eftirspurn eftir húsnæði, með útlánum sem ekki hafi verið innistæða fyrir, hafi verið byggð upp. „Kostnaðinum af stöðugleikanum er varpað á mjög þröngan hóp,“ sagði hann og átti þar við þá sem hafa nýlega keypt fasteign.

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst, sagði að nú nálgumst við óðaverðbólgu sem fari eins og sinueldur um heimilisbókhald landsmanna. „Við slíkar aðstæður þarf styrka stjórn og skýra stefnu. Það getur verið flókið þegar þú ert með flokka í ríkisstjórn sem vilja fara í sitt hvora áttina,“ sagði hann og bætti við að líklega sé barist innan ríkisstjórnarinnar.

„Í mörgum málum höfum við séð að flokkarnir reka sín ráðuneyti svolítið sjálfstætt, frekar en að ríkisstjórnin sé raunveruleg heild,“ sagði Eiríkur og benti á að upptakturinn að næstu kosningabaráttu sé að hefjast og gera megi ráð fyrir að það bæti í þetta eftir því sem nær dregur kosningum.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar