fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi veikburða og brotakennd

Eyjan
Mánudaginn 6. febrúar 2023 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umgjörð sjókvíaeldis við Íslandsstrendur hefur einkennst af veikburða og brotakenndri stjórnsýslu sem var vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif í greininni á undanförnum árum.  Breytingum á lögum um fiskeldi sem var ætlað að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar var ekki fylgt eftir með því að styrkja stjórnsýslu og eftirlit þeirra stofnana sem mest hefur mætt á. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjókvíaeldi: lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit.

Fáheyrður fjöldi ábendinga

Í skýrslunni eru settar fram 23 ábendingar um ýmsar úrbætur sem stofnunin telur að þurfi að gera á stjórnsýslu málaflokksins. Fáheyrt er að settar séu fram svo margar ábendingar í stjórnsýsluúttektum stofnunarinnar. Ríkisendurskoðun kynnti niðurstöður sínar fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun.

Meðal ábendinga Ríkisendurskoðunar er að Matvælaráðuneyti þarf að grípa til ráðstafana svo afmörkun og útboð eldissvæða verði að veruleika, skýra þarf framkvæmd burðarþolsmats, taka þarf leyfis­veitinga­ferli sjókvíaeldis til endurskoðunar og auka samstarf stofnana og ráðuneyta. Efla verður eftirlit Matvæla­stofnunar, taka starfsemi Umhverfissjóðs sjókvíaeldis til skoðunar og endurskoða lög nr. 89/2019 um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Skoða þarf hvort og hvernig megi efla mótvægisaðgerðir og vöktun vegna stroks og tryggja markvissa beitingu þvingunarúrræða, sekta og afturköllun rekstrar- og starfsleyfa í þeim tilfellum sem ákvæðum þeirra er ekki fylgt.

Meðal annarra niðurstaðna Ríkisendurskoðunar: 

  • Samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinna gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Verðmætum í formi eldissvæða og leyfa til sjókvíaeldis hefur verið úthlutað til lengri tíma án endurgjalds og dæmi eru um að uppbygging sjókvíaeldis skarist á við aðra mikilvæga nýtingu strandsvæða, svo sem siglingaleiðir og helgunarsvæði fjarskipta- og raforkustrengja.
  • Breytingar sem gerðar voru á lögum nr. 71/2008 um fiskeldi árin 2014 og 2019 hafa að takmörkuðu leyti náð markmiðum sínum. Hvorki tókst að skapa aukna sátt um greinina né hefur eldissvæðum eða heimildum til að nýta leyfilegan lífmassa á tilteknum hafsvæðum verið úthlutað með útboði eins og til stóð. Leyfisveitingaferli Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar hafa ekki orðið skilvirkari, eftir­lit er of dreift og háð aðgengi að búnaði og starfsfólki fiskeldisfyrirtækja. Þá er beiting þving­unar­úrræða ómarkviss þrátt fyrir alvarleg og ítrekuð frávik frá ákvæðum leyfa. Tilefni er til að efla eftirlit Matvælastofnunar og tryggja að gjaldtaka stofnunarinnar standi undir kostnaði vegna þess.
  • Talsverð skörun er á milli krafna starfs- og rekstrarleyfa vegna sjókvíaeldis en athygli vekur hversu takmarkað formlegt samstarf ráðuneyta umhverfis og matvæla hefur verið. Nauðsyn er að bæta úr þessu og koma á ítarlegra samráði. Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að skoða hvort rétt sé að færa alla leyfisveitingu í fiskeldi til eins stjórnvalds eða mynda öflug þverstofnanaleg teymi um leyfis­veitingarnar.
  • Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að Hafrannsóknastofnun hafi fasta fjármögnun til að sinna burðarþolsrannsóknum og vöktun. Stofnunin þarf að sækja um styrki í Umhverfissjóð sjókvíaeldis vegna þessara verkefna og keppa um fjármagn til að sinna þessum lögbundnum verkefnum sem eru grundvöllur stjórnvaldsákvarðana. Dæmi eru um að stofnunin hafi ekki fengið úthlutað úr sjóðnum vegna slíkra verkefna. Tryggja þarf að fyrirtæki sem nýta firði eða afmörkuð hafsvæði taki þátt í kostnaði við rannsóknir og vöktun.

Sjá nánar á vef Ríkisendurskoðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki