fbpx
Mánudagur 27.mars 2023
Eyjan

Lárus segir sögu af hælisleitanda – „Á hverju ætlarðu að lifa?“ – „On the government of course!“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. febrúar 2023 07:00

Lárus Guðmundsson. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Alþingismennirnir Arndís Anna og Þórhildur Sunna frá Pírötum, Helga Vala Helgadóttir og Logi Einarsson Samfylkingu, sem og Sigmar Guðmundsson Viðreisn, svo einhverjir séu nefndir, berjast af offorsi gegn hælisleitendafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra og fyrir aukinni móttöku hælisleitenda með alþjóðlega vernd þeim til handa. Ég hef sjaldan eða aldrei heyrt áðurnefnda þingmenn tala fyrir útrýmingu fátæktar hér á landi. Ekki heyrt þá tala fyrir bættum kjörum öryrkja, einstæðra mæðra og ellilífeyrisþega. Hvað þá langveikum börnum og foreldrum þeirra. Aldrei heyrt þá tala um fjölgun hjúkrunarrýma. Nei, þeir eru of uppteknir við að setja íslenskt velferðarkerfi á hliðina.“

Svona hefst grein eftir Lárus Guðmundsson, markaðsstjóra og áhugamann um íslenskt samfélag, í Morgunblaðinu í dag. Margir muna kannski eftir Lárusi sem atvinnumanni í knattspyrnu í Belgíu og Þýskalandi á árum áður.

Í greininni, sem ber fyrirsögnina „Alþingi Íslands logar, málþóf um útlendingafrumvarp“, segir Lárus að sumir af fyrrnefndum þingmönnum hafi á síðustu árum haft lifibrauð sitt af fjölgun hælisleitenda og málsvörnum tengdum málaflokknum. Hann bendir á að Arndís Anna K. Gunnarsdóttir hafi starfað sem lögfræðingur hjá Rauða krossinum fram til ársins 2020. Helga Vala Helgadóttir sé eigandi lögfræðistofunnar Valva lögmenn. Í verkefnalýsingu stofunnar komi fram að hún taki að sér að gæta réttinda erlendra borgara. „Eru þessir þingmenn hæfir til að fjalla um málefni flóttamanna á Alþingi Íslendinga á hlutlausan hátt? Svar mitt er einfaldlega nei!“ segir Lárus.

Hann segir að við verðum að hjálpa þeim sem þurfa virkilega á hjálp að halda og þar hljóti Úkraínumenn að vera í forgangi.

„Persónulega þekki ég nokkuð vel til mála í Belgíu og Þýskalandi eftir að hafa búið þar um nokkurra ára skeið og einnig fylgst vel með gangi mála í samfélagi þessara landa eftir að ég flutti heim til Íslands. Þegar um er að ræða menningarlegan og trúarlegan mun, þá verður einfaldlega ekki til nein fjölmenning sem Píratar nota gjarnan í rökstuðningi sínum með mótttöku flóttamanna. Þvert á móti; það verða til ný samfélög með aldagömul menningarleg gildi sem fara sérstaklega gegn mikilvægum gildum okkar, t.d. jafnrétti kynjanna,“ segir Lárus.

Hann nefnir síðan dæmi um það sem hann segir vera algert stjórnleysi í þessum málaflokki hér á landi. „Ungur drengur frá Fílabeinsströndinni, hælisleitandi, fékk að stunda æfingar hjá fótboltaliði sem ég tengist. Einstaklega geðþekkur og ljúfur piltur. Eftir einhverja 12-13 mánuði í kerfinu fékk hann synjun um landvist og var fluttur af landi brott. Um 4-6 mánuðum síðar hefur hann samband við mig og segir að hann sé mættur aftur til Íslands. Ég varð nokkuð forviða og spurði hvað til kæmi. Þá hafði honum tekist að safna fé fyrir flugfarseðli, mætti til Íslands skilríkjalaus, en þar með kominn aftur í umsókn um alþjóðlega vernd og það ferli sem því fylgir. Það er ekkert virkt eftirlit með hælisleitendum og því greið leið inn í landið, aftur og aftur að því er virðist. Hælisleitendur sem er úthýst mæta einfaldlega aftur með nýkeypt skilríki eða engin. Þegar ég spurði hann svo á hverju hann ætlaði að lifa var svarið stutt og laggott: „On the government of course!“ (Á kerfinu.)“

„Einu þingmennirnir sem láta í ljós skoðanir sínar á þessu nauðsynlega frumvarpi dómsmálaráðherra eru Jón Gunnarsson, ráðherrann sjálfur, og svo þingmenn Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólafsson, sem telja reyndar frumvarpið grútmáttlaust. Þeir mega síðan taka við hatursorðræðu frá títtnefndum þingmönnum og fá í kjölfarið yfir sig mannvonsku og hægriöfgaviðurnefnin. Í dag er stór hluti almennings á Íslandi uggandi um framtíð þessarar eyþjóðar með íbúatal í kringum 380.000 og sína einstöku menningu og tungumál. En margir landsmenn treysta sér ekki til að tjá sig um málefni innflytjenda vegna þeirrar hatursorðræðu sem kynni að koma í kjölfarið. Á meðan standa Píratar, Samfylking og Viðreisn dyggan vörð um þetta kerfi sem er ekkert kerfi. Það má færa fyrir því rök að þessir þingmenn, með málflutningi sínum, nýti sér slæma stöðu flóttafólks og hælisleitenda til þess að mikla sig sjálfa og ná athygli. Eigum við ekki hugtak yfir slíka stjórnmálamenn?“ segir Lárus að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Samiðn handsalar samning við Orkuveitu Reykjavíkur

Samiðn handsalar samning við Orkuveitu Reykjavíkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ögmundur sakar íslensk stjórnvöld um misnotkun á hælisleitendakerfinu

Ögmundur sakar íslensk stjórnvöld um misnotkun á hælisleitendakerfinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vonlaus málstaður stjórnarmeirihlutans

Björn Jón skrifar: Vonlaus málstaður stjórnarmeirihlutans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví spyr hvað VG og Framsókn fái í sinn hlut fyrir að leyfa Sjálfstæðisflokknum að selja Íslandsbanka og Isavia?

Björn Leví spyr hvað VG og Framsókn fái í sinn hlut fyrir að leyfa Sjálfstæðisflokknum að selja Íslandsbanka og Isavia?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR