fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

„Um leið og hinum fátæku er refsað er efnafólki og völdum atvinnugreinum hlíft“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. febrúar 2023 11:07

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ. Mynd/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir þungum áhyggjum af þróun verðbólgunnar og telur það gagnrýnisvert að stjórnvöld hafi leitt há sér ábendingar og varnarorð um að hækkun ýmissa skatta og gjalda um áramót myndu koma „af fullum þunga niður á almenningi í formi minni kaupmáttar, verðbólgu og vaxtahækkana.“

Þetta kemur fram í tilkynningu um ályktun sem miðstjórn ASÍ hefur gefið út.

„Sú spurning gerist sífellt áleitnari hvort íslenskir ráðamenn hafi með öllu glatað sambandi við líf almennings í landinu“

Verðbólgan mælist nú 9,9 prósent og hafi aftur náð því hámarki sem mældist í júlí á síðasta ári. Stærsti hluti hækkunar í janúarmánuði megi rekja til ákvarðana ríkisstjórnar um að auka „álögur, gjöld og skatta.“

Þessar ákvarðanir geti svo kallað á stýrivaxtahækkun frá Seðlabanka Íslands og skila sér þannig af fullum þunga heim til almennings með því að auka greiðslubyrði lána.

„Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir furðu á þeim málflutningi stjórnvalda að hækkanir þessar séu með öllu eðlilegar. Það eru þær ekki. Þær auka allan framfærslu- og rekstrarkostnað almennings sem var óheyrilegur fyrir. Þessar aðgerðir bitna af mestum þunga á láglaunafólki og um leið og hinum fátæku er refsað er efnafólki og völdum atvinnugreinum hlíft.“

Miðstjórn ASÍ minnir launafólk á að þessar aðgerðir stjórnvalda séu mannana ver og það séu engin lögmál sem mæli fyrir um að það sé almenningur sem þurfi að bera byrðarnar þegar á móti blæs.

„Ólíkt því sem á við víðast hvar í nágrannaríkjum fer verðbólga á Íslandi enn vaxandi. Erlendis hafa ráðamenn markvisst unnið að því að kynda ekki verðbólgubálið. Þar vinna stjórnvöld að því að lina áhrif „afkomukreppunnar“ svonefndu á almenning. Slíkar aðgerðir skortir mjög á Íslandi nú um stundir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Mér fannst erfiðast að þurfa að taka upp símann

Björg Magnúsdóttir: Mér fannst erfiðast að þurfa að taka upp símann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna