fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Eyjan

Uppsagnir hjá Controlant – Starfsmenn boðaðir á fund hver á fætur öðrum til uppsagnar

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 27. nóvember 2023 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu starfsmönnum í það minnsta hefur verið sagt upp hjá fyrirtækinu Controlant. Vísir greinir frá þessu.

Samkvæmt miðlinum hafa tveir starfsmenn fyrirtækisins staðfest þetta. Að starfsmenn hafi verið boðaðir á fund, hver af öðrum og þeim sagt upp. Ástæðan er ókunn.

Controlant er hátæknifyrirtæki sem hefur farið með himinskautum undanfarin ár. Fyrirtækið sinnti meðal annars geymslu og dreifingu á covid-bóluefnum fyrir Pfizer í heimsfaraldrinum.

Fyrirtækið, sem stofnað var árið 2007, hefur haft tekjur upp á nokkra milljarða á undanförnum árum og veltan tvöfaldast á einu ári.

Í lok árs 2022 störfuðu 430 manns hjá fyrirtækinu, á starfsstöðvum á Íslandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Danmörku og Póllandi.

DV hefur ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum um uppsagnirnar eða ástæður þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020