fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Áttatíu starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant

Eyjan
Mánudaginn 27. nóvember 2023 15:06

Guðmundur Árnason fjármálastjóri, Ásthildur Otharsdóttir stjórnarformaður og Gísli Herjólfsson forstjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áttatíu starfsmenn misstu í dag vinnuna hjá nýsköpunarfyrirtækinu Conrolant. Uppsagnirnar skýrast af samdrætti í Covid-19 tengdum verkefnum samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Störfin eru þvert á deildir og starfsstöðvar félagsins sem eru í fimm löndum en fram kemur að dreifing og vöktun bóluefna vegna kórónuveiru-faraldursins hafi krafist mikils mannafla.

Áfram munu um 450 manns starfa hjá fyrirtækinu.

Þá kemur fram að Controlant hafi tryggt sér 80 millj­óna Banda­ríkja­dala fjár­mögn­un, sem sam­svar­ar um 11 millj­örðum ís­lenskra króna, til þess að styðja við áfram­hald­andi vöruþróun og markaðssókn.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að um sé að ræða 40 millj­óna dala fjár­mögn­un sem leidd var af Gildi-líf­eyr­is­sjóði með þátt­töku annarra líf­eyr­is­sjóða ásamt einka­fjár­fest­um og nú­ver­andi hlut­höf­um. Fjár­mögn­un­in kem­ur til viðbót­ar við 40 millj­ón dala láns­fjár­mögn­un frá breska sjóðinum Apax Cred­it, sem lokið var í sept­em­ber síðastliðnum.

„Á sama tíma og vöxt­ur kjarn­a­starf­semi er sterk­ur og áhugi á lausn­um fé­lag­ins hef­ur aldrei verið meiri, mun um­fang COVID verk­efn­is­ins minnka um­tals­vert á næstu miss­er­um. Til að mæta þeim sam­drætti  þurft­um við að taka þá erfiðu ákvörðun að fækka starfs­fólki þvert á svið fé­lags­ins. Við kveðjum góða sam­starfs­fé­laga með trega en erum á sama tíma stolt af því sem við höf­um áorkað sam­an,“ er haft eftir Gísli Herjólfs­syni, for­stjóri og einum stofn­enda Control­ant, í til­kynn­ing­unni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“