fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Hver demókratinn á fætur öðrum tekinn til rannsóknar vegna spillingarmála

Eyjan
Föstudaginn 24. nóvember 2023 08:00

Eric Adams borgarstjóri í New York. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar starfsfólk alríkissaksóknara gerði húsleit heima hjá Robert Menendez, þingmanni demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, í júní á síðasta ári fann það margt athyglisvert.

Það fann 480.000 dollara í reiðufé og gullstangir að verðmæti 100.000 dollara. Einnig stóð lúxusútgáfa af Mercedez Benz í bílskúrnum.

Það mætti eiginlega halda að þetta væri atriði úr bandarískri njósnamynd en svo er ekki, þetta er blákaldur raunveruleiki.

Saksóknarar segja að um mútur sé að ræða sem Menendez hafi fengið frá egypskum kaupsýslumönnum sem vildu meðal annars fá upplýsingar um hernaðarstuðning Bandaríkjanna við Egyptaland.

Málið vakti að vonum mikla athygli. Ekki aðeins vegna þess að Menendez var þar til nýlega formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar, sem er mjög valdamikil, heldur einnig vegna tímasetningarinnar. Mánuðum saman hafa repúblikanar sakað Joe Biden, forseta, og son hans, Hunter Biden, um að hafa tekið við mútugreiðslum gegn því að leyfa erlendum aðilum að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál.

Hunter Biden fékk meðal annars mörg þúsund dollara frá úkraínska orkufyrirtækinu Burisma þegar faðir hans var varaforseti. Repúblikönum hefur þó ekki tekist að sanna að starf Hunter Biden fyrir Burisma hafi haft bein áhrif á embættisverk Joe Biden.

En demókratar verða að gæta sín á að lenda ekki í svona neikvæðri umfjöllun. Þetta sagði Jamaal Bowman, þingmaður, nýlega í samtali við NBC News og vísaði þar til húsleitarinnar hjá Menendez. „Almennt séð telur fólk, sem fylgist ekki stöðugt með stjórnmálum, að allt tengt pólitík sé spillt. Svo sér það heima hjá þingmanni finnast gullstangir og mörg hundruð þúsund dollarar í reiðufé og segir: „Ég er bara með 50 dollara í vasanum. 50 dollara! Þetta gengur ekki,“ sagði hann.

Menendez harðneitar sök en flestir stjórnmálaskýrendur telja mjög ólíklegt að hann eigi afturkvæmt í stjórnmál.

En þetta þýðir ekki að vandi demókrata sé minni því nýlega lenti annar demókrati í kastljósi saksóknara.

Það er borgarstjórinn í New York, Eric Adams, sem  sjónir manna beinast að nú. Kosningateymi hans er grunað um að hafa tekið við mörg þúsund dollurum í gegnum leppa tyrknesku ríkisstjórnarinnar. Þetta gerðist í kosningabaráttunni um borgarstjórastólinn í New York 2021.

Eins og í mörgum öðrum málum þá snýst þetta mál um að erlent ríki virðist hafa greitt mútur í því skyni að öðlast pólitísk áhrif í Bandaríkjunum.

Eric Adams, sem hefur notið mikilla vinsælda meðal New Yorkbúa,  er sagður hafa aðstoðað tyrknesku ríkisstjórnina við að fá afnot af nýju 300 milljóna dollara lúxusháhýsi sem átti að verða ræðismannsskrifstofa. Þetta gerðist þrátt fyrir að brunavarnayfirvöld hefðu neitað að samþykkja notkun hússins vegna skorts á brunavörnum. Er Adams þá sagður hafa blandað sér í málið og í framhaldi fengu Tyrkir afnot af húsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum