fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Eyjan

Mogginn skýtur á RÚV: „Hélt hann að Páll Steingrímsson skipstjóri ætti heima þarna?!“

Eyjan
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins skýtur föstum skotum á RÚV í pistli dagsins. Þar skrifar höfundur um mál ljósmyndara RÚV sem var nappaður við að reyna að komast inn í hús í Grindavík í vikunni.

Ekki er nóg með umbrotin í Grindavík og rýmingu bæjarins að fyrirskipan hins opinbera, heldur bætast við innbrot, einnig að undirlagi hins opinbera. Upp komst um strákinn Tuma, ljósmyndara Ríkisútvarpsins (Rúv.), sem öryggismyndavél sýndi reyna að komast inn í mannlaust hús, róta eftir lyklum og fikta við útidyrahurðina. Eftir að hafa farið í heimildarleysi inn á bannsvæði og fljúga dróna vítt og breitt án leyfis.“

Sjá einnig: Ljósmyndari RÚV stígur fram – „Mér líður bara ömurlega yfir þessu“

Staksteinahöfundur spyr hvað ljósmyndaranum gekk eiginlega til.

„Hélt hann að Páll Steingrímsson skipstjóri ætti heima þarna?! Margir hafa með réttu hneykslast á framferði ljósmyndarans, en þeir ættu að hafa hugfast að svívirðan við stuldinn á síma kapteinsins og innbrotið í hann var hálfu alvarlegra vegna þess að þar var brotið fullframið.“

Þá gefur staksteinahöfundur lítið fyrir útskýringar Heiðars Arnar Sigurfinnssonar, fréttastjóra RÚV.

„Yfirlýsing Heiðars Arnar Sigurfinnssonar fréttastjóra Rúv. gerði málið ekki minna furðulegt, en hann bar við „misskilningi og óðagoti“, án þess að játa ábyrgð sína eða ætla nokkrum ábyrgð. Eru einhver skilyrði í starfsmannastefnu fréttastofu Rúv.? Þar virðast byrlun, skattsvik, ástvinahygli, viðtaka þýfis, dreifing einkagagna og nú innbrot a.m.k. engin fyrirstaða,“ segir staksteinahöfundur sem beinir svo orðum sínum að útvarpsstjóra.

„Líður Stefáni Eiríkssyni, útvarpsstjóra og fv. lögreglustjóra, bara vel með það?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps