fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Vilhjálmur Birgis hjólar í umhverfisverndarsinna – „Allur ávinningur af rafvæðingu bílflotans að þurrkast upp“

Eyjan
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 13:30

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segist velta fyrir sér hvernig „sönnum umhverfissinnum líði núna“ í ljósi þeirra tíðinda að síldarbræðsla Eskju á Austfjörðum er nauðbeygt til að knýja verksmiðju sína á olíu í stað raforku á komandi vertíð. Ástæðan er sú að að skortur er á raforku og vill Vilhjálmur kenna því um að ekki hefur verið virkjað nægilega mikið á undanförnum árum.

„Hugsið ykkur delluna, en umrædd verksmiðja mun þurfa að nota 50 þúsund tonn af olíu til að skapa þessar gjaldeyristekjur í stað endurnýjanlegrar raforku en vegna skorts á raforku eru þeir nauðbeygðir til að knýja verksmiðjuna með olíu. Það hefur komið fram í fréttum að ávinningurinn sem hefur skapast við þá raforkubíla sem eru hér á landi þurrkast upp bara vegna þess að umrædd síldarverksmiðja fær ekki raforku til að knýja sína síldarbræðslu. Núna ættu allir „alvöru“ umhverfissinnar að standa á öskrum um að virkja meira m.a. til að koma í veg fyrir svona vitleysu. Enda er allur ávinningur af rafvæðingu bílflotans að þurrkast upp því ekki er til næg endurnýjanleg orka.“

Hann segir að málið sé örlítið dæmi um mót- og þversagnir umhverfissinna sem hafi tekist að stoppa af þær „lífsnauðsynlegu aðgerðir að við sem þjóð virkjum miklu meira til að geta tekið þátt í orkuskiptum og notað okkar grænu, hreinu endurnýjanlegu orku til atvinnuuppbyggingar okkur öllum til hagsbóta,“ segir Vilhjálmur.

Þá bendir hann á að núverandi ástand við Svartsengi sýni okkur mikilvægi þess að virkja enn meira til að tryggja raforkuöryggi þjóðarinnar vítt og breitt um landið.

„Nú er komið að þeirri stundu að stjórnvöld keyri á að virkja enn meira enda eru allar þjóðir sem öfunda okkur af öllum þessum virkjunarkostum sem lúta að endurnýjanlegri græni orku.
Ég skora á Alþingi að keyra í gegn virkjunarframkvæmdir á grænni orku sem notuð verður í orkuskipti, atvinnuuppbyggingu og tryggja raforkuöryggi þjóðarinnar,“ segir Vilhjálmur ákveðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu