Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fasteigna og innviða hjá fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði Arion banka. Hún kemur til Arion frá Landsbankanum.
Guðmunda Ósk hefur starfað á vettvangi fjármála frá árinu 1999. Á árunum 2007 til 2015 var hún viðskiptastjóri hjá Landsbankanum með áherslu á fyrirtæki í iðnaði, verslun og þjónustu. Eftir ársdvöl við framkvæmdastjórn fjármálasviðs 365 miðla tók hún aftur við fyrra starfi hjá Landsbankanum og gegndi því þar til nú.
Guðmunda er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og með próf í verðbréfaviðskiptum.