fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Alls nýttu 96 þúsund manns sér nýjan skattafrádrátt á síðasta ári

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. október 2023 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá því fyrr í morgun kemur fram að hátt í 96.000 einstaklingar hafi nýtt sér svokallaða skattahvata, sem einnig er hægt að kalla skattafrádrátt, til að styðja við almannaheillastarfsemi á síðasta ári. Lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi á síðari hluta ársins 2021 og var árið 2022 fyrsta heila árið sem þau giltu.

Samkvæmt tilkynningunni fela lögin í sér að einstaklingar geta dregið allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi. Alls hafi einstaklingar dregið um 4,8 milljarða króna frá tekjuskattsstofni sínum á síðasta ári vegna slíkra framlaga en í heild hafi framlög einstaklinga til almannaheillafélaga numið 6,6 milljörðum króna.

Með lagabreytingunum var auk þess kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fór það úr 0,75% í 1,5%. Um svipað leyti var frádráttarheimild atvinnurekenda vegna framlaga til kolefnisjöfnunar tvöfölduð, úr 0,75% í 1,5%. Alls geta atvinnurekendur því fengið frádrátt frá skattskyldum tekjum sem nemur 3% á ári vegna framlaga sinna.

Samkvæmt ráðuneytinu felst það jafnframt í lögunum að almannaheillafélög njóti ýmissa undanþága frá greiðslu skatta, m.a. frá greiðslu tekjuskatts og staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, auk undanþágu frá greiðslu virðisaukaskatts í tilteknum tilvikum.

Enn fremur feli lögin í sér að aðilar sem starfa til almannaheilla séu undanþegnir greiðslu stimpilgjalds og geti auk þess sótt um endurgreiðslu á allt að 100% greidds virðisaukaskatts af vinnu manna á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum sem alfarið eru í eigu þeirra. Þá sé í lögunum veitt undanþága frá greiðslu erfðafjárskatts af gjöfum til aðila í almannaheillastarfsemi.

Ráðuneytið segit markmið breytinganna hafa verið að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að styðja við almannaheillastarfsemi milliliðalaust, auk þess að styrkja stöðu lögaðila sem starfa til almannaheilla.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lýsir yfir mikilli ánægju með hversu margir einstaklingar nýttu sér þennan nýja möguleika til að draga frá skattskyldum tekjum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum