fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Segir sleifarlag stjórnvalda í loftslagsmálum kosta milljarða á hverju ári

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. október 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Íslendingar höfum skuldbundið okkur til að draga úr losun koltvísýrings um 55 prósent árið 2030 frá því sem var árið 2005. Á síðasta ári losuðum við hins vegar talsvert meira en árið 2005 þannig að verkefnið er nær óvinnandi og við blasir að við þurfum að grípa til neyðaraðgerða ef Ísland á ekki að þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða á hverju ári.

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir íslensk stjórnvöld senda mjög misvísandi skilaboð þegar kemur að orkuskiptum og loftslagsmálum. Tekjuöflun ríkisins standi í vegi fyrir orkuskiptunum í vegasamgöngum. Egill er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Markaðurinn - Egill Jóhannesson - 4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Egill Jóhannesson - 4

Hann segir líkurnar á því að loftslagsmarkmiðinn náist minnka sífellt ef við erum ekki með góðar sviðsmyndir til að fara eftir. „Leið tvö verður þá að kaupa losunarheimildir. Þess vegna finnst mér það svo skrítið að ríkið sé í tekjuöflunaraðgerðum hérna en þurfi síðan að borga 1-10 milljarða á ári fyrir losunarheimildir ef við náum ekki markmiðunum okkar, en þessar tölur hafa komið fram hjá umhverfis- og orkumálaráðherra. Peningar út hljóta að vera jafn vondir og peningar sem ekki koma inn.“

Hann segir það líka ímyndaráfall að Ísland skuli þurfa að kaupa losunarheimildir þegar við ættum að vera best í heimi.

Þriðja leiðin er til en hún er líka mjög slæm og felst í því að blanda eldsneytið. Ef við skoðum helstu sviðsmyndina um að við náum bara þessum venjulegu útskiptum þá verða 104 þúsund rafbílar í landinu 2030, eða 31,6 prósent. Þá þurfum við að íblanda restina til að fara í 350 þúsund tonn, eða 55 prósent minnkun.

Þá þurfum við að fara í 20 prósent blöndun í bensín og þar eru svona tæknileg hámörk, maður myndi ekki mæla með að fara hærra en 10 prósent. Þá þurfa dísilbílarnir að skila restinni og til þess þarf að íblanda dísil um 77 prósent. Þetta er vetnismeðhöndlaður dísill og tæknilega er hægt að fara í 100 prósent. En þetta er dýrt og ef öll lönd þurfa á næstu árum að bregðast við með kaupum á þessu efni þá rýkur heimsmarkaðsverðið upp og þá lendum við í þeirri stöðu að vera ekki bara að flytja inn dýrt bensín og dísil heldur líka margfalt dýrara svona íblöndunarefni.“

Af orðum Egils má ráða að sleifarlag íslenskra stjórnvalda við orkuskiptin muni óhjákvæmilega kosta skattgreiðendur milljarða á hverju ári, auk þess sem ímynd landsins bíður hnekki.

Hægt verður að nálgast hlaðvarp Markaðarins hér á Eyjunni klukkan átta í fyrramálið, laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Hide picture