fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Stóru bankarnir helteknir af græðgisvæðingu og ræni milljörðum af Íslendingum á ári – „Þetta er galið“

Eyjan
Þriðjudaginn 3. október 2023 19:00

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, vekur athygli á „græðgisvæðingu sem hefur heltakið bankakerfið“ í færslu sem hann ritaði á Facebook í dag í tilefni af morgunverðarfundi um nýútkomna skýrslu um gjaldtöku og arðsemi bankanna. Fundurinn fór fram í morgun á vegum ASÍ, BSRB, BHM og Neytendasamtakanna.

Segir Vilhjálmur að þar hafi margt endurspeglað þessa „græðgisvæðingu“ en það sem helst vakti athygli Vilhjálms var erindi eins af stofnendum bankans INDÓ, Hauks Skúlasonar.

„Í hans erindi kom meðal annars fram „svokallað“ bullálag sem bankarnir leggja á sína „viðskiptavini“.“

Þetta sé gjaldeyrisálag sem sé lagt á neytendur á Íslandi og kosti þá 7,2 milljarða á ári. Árgjald korta sem nemi 1,3 milljarði, færslugjöld sem nemi einum milljarði og svo seðilgjöld uppá 500 milljónir.

„Samtals gera þessi bullgjöld 10 milljarða á hverju ári en af hverju kallar Haukur Skúlason þetta bullgjöld jú, vegna þess að INDÓ rukkar ekki þessi gjöld af sínum viðskiptavinum og af hverju rukkar INDÓ ekki þessi gjöld? Jú, það er vegna þess að hjá INDÓ er enginn kostnaður sem þeir þurfa að greiða vegna þessara þátta.“

Vilhjálmur rekur að það sama hljóti að vera satt fyrir viðskiptabankana þrjá, Landsbankann, Arion og Íslandsbanka. Því séu bankarnir að hafa 10 milljarða af neytendum á ári, án þess að bera af því nokkurn kostnað. Þetta jafngildi því að meðal bullgjöld á þriggja manna fjölskyldu sé rúmlega 71 þúsund krónur á ári.

„Þetta er galið og ég spyr hvernig má það gerast að bankarnir geti lagt bullgjöld á „viðskiptavini“ sína án þess að neinn kostnaður sé til staðar hjá bönkunum. Hvar eru stjórnvöld, Alþingi og Fjármálaeftirlitið er hægt að láta svona rán eiga sér stað ár eftir ár. INDÓ hefur sýnt að það er enginn kostnaður sem fellur á þá vegna þessara bullgjalda og það sama hlýtur að gilda fyrir viðskiptabankana.“

Þetta sé næstum sama upphæð og auðlindagjöld í sjávarútvegi fyrir árið 2022. Á þeim tíma hafi þingmenn látið heyra í sér og slegið skjaldborg um sjávarúteginn, en þeim sé að því er virðist sléttsama um bullgjöld bankanna.

Vilhjálmur rekur að bankastjórum stóru bankanna hafi verið boðið á fundinn í morgun en ekki séð sér fært að mæta.

„Er ekki hissa því það er útilokað fyrir bankastjóranna að útskýra og réttlæta þá græðgisvæðingu sem hefur enn og aftur heltekið bankanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“