fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Ósáttur við breytingar á Silfrinu og leggur til að skipt verði um nafn

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. október 2023 12:00

Ingólfur gagnrýnir að þátturinn sé sýndur seint á kvöldin þegar syfjan er farin að sækja að mörgum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðuþátturinn Silfrið hefur um langt skeið verið meðal vinsælustu dagskrárliða RÚV og fastur liður í lífi margra á sunnudagsmorgnum. Í haust var sú breyting gerð á að þátturinn var færður þar til eftir tíu fréttir á mánudagskvöldum.

Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa breytingu og er Ingólfur Sverrisson, eftirlaunaþegi og fyrrverandi deildarstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, einn þeirra. Hann skrifar aðsenda grein sem birtist á vef Vísis í morgun þar sem hann skorar á stjórnendur RÚV að færa þáttinn aftur á sinn gamla tíma.

„Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða,“ segir hann meðal annars og gagnrýnir að þessi tilfærsla hafi ekki verið borin undir almenning.

Bendir hann á að sunnudagar hafi hentað vel, enda almennur frídagur og fólk almennt á heimilum sínum í ró og næði. Á mánudagskvöldum, eftir 10 fréttir, sé eldra fólk og flestir sem vinna erfiðisvinnu farnir í háttinn.

Skorar hann á RÚV að færa þáttinn snarlega aftur á sinn stað fyrir hádegi á sunnudögum.

„Ef ekki er hægt að verða við þessari frómu ósk er lagt til að nafni þáttarins verði breytt í: Nætursilfrið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“