fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Kristín ráðin framkvæmdastjóri Pírata

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 29. janúar 2023 12:31

Kristín Ólafsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Pírata frá og með 16. janúar 2023.

Kristín er með meistaragráðu í mannréttindalögfræði og BS gráðu í viðskiptafræði. Hún býr yfir víðtækri reynslu úr atvinnulífinu og frá félagasamtökum. Undanfarið ár hefur hún verið að læra um skaðaminnkandi nálgun og úrræði og unnið við það, ásamt því að sinna kennslu. Hún var áður framkvæmdastjóri Píeta-samtakanna í 3 ár og leiddi vasklega uppbyggingu þeirra samtaka.

„Við teljum okkur lánsöm að fá Kristínu til liðs við okkur, en hún hefur mikla og góða reynslu sem mun nýtast vel í störfum okkar flokks,“ er haft eftir Tinnu Helgadóttur, gjaldkera Pírata, í fréttatilkynningu. „Stjórn Pírata þakkar fráfarandi framkvæmdastjóra, Elsu Kristjánsdóttur, fyrir hennar störf og samfylgdina og óskar henni velfarnaðar. Nú eru tímamót, Píratar finna fyrir miklum meðbyr og málefnin eru brýn “ bætir Tinna við.

Kristín segist hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni og láta jafnframt gott af sér leiða á meðan. “Píratar eru í mikilli sókn og kraftur grasrótarinnar er áþreifanlegur. Ég kem til með að gera mitt besta til að halda utan um góðan hóp og styðja við reksturinn og það merkilega starf sem nú þegar hefur verið unnið og þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi