fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Eyjan

Gunnar Smári spyr hver hafi þrýst á Aðalstein – „Hver stjórnar landinu?“

Eyjan
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 15:41

Aðalsteinn Leifsson og Gunnar Smári Egilsson - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands og ritstjóri Samstöðvarinnar, er alls ekki sáttur með miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar ríkissáttarsemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Lagt er til að félagsmenn Eflingar og aðildarfélaga SA greiði atkvæði um svipaðan samning og gerður var við Starfsgreinasambandið í lok síðasta árs.

Í færslu sem Gunnar Smári birtir á Facebook-síðu sinni í dag segir hann að það þurfi að „koma fram hverjir þrýstu á“ ríkissáttasemjara.

„Hann talar um stórkostlega vá, en hver var hún? Boðað verkfall í einu fyrirtæki með 360 starfsmenn? Þar sem SA lofar að bæta allan skaða? Hver er eiginlega váin sem kallar á að ríkissáttasemjari brýtur í blað og leggur í fyrsta sinn tilboð fyrirtækjaeigenda fyrir verkalýðsfélag?“

Gunnar Smári segir að umrædd vá sé „augljóslega pólitísk“ en ekki efnahagsleg. Þá veltir hann því aftur fyrir sér hver það var sem þrýsti á Aðalstein. „Hver hringdu í Aðalstein? Var það Katrín eða Bjarni? Halldór Benjamín eða Þorsteinn Már? Hver stjórnar landinu?“ spyr hann.

„Þessi verknaður er svo stórkostleg aðför að lýðræðislegum leikreglum samfélagsins, svo augljóst skref í átta að fasisma (hagsmunum lágstéttanna fórnað í nafni almannareglu, fátækt fólk neitt til að þiggja það sem fyrirtækjaeigendur vilja kast í það) að það verður að koma fram hvernig þetta gat gerst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunveruleikaflótti þingmanns á jólaföstu

Orðið á götunni: Raunveruleikaflótti þingmanns á jólaföstu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup