fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Sendingar Póstsins á Reykjanesi nú eingöngu með rafbílum

Eyjan
Mánudaginn 4. september 2023 17:00

Rafmagnsflutningabílar Póstsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun september varð allt Reykjanesið „grænt“ hjá Póstinum en þar eru sendingar nú eingöngu fluttar með rafmagnsbílum.

Farartæki á vegum Póstsins fara um 8000 km á mánuði á Reykjanesinu eða nálægt 100.000 km á ári. Að sögn Guðmundar Karls Guðjónssonar voru dísilbílar áður nýttir í þessi verkefni. „Þetta er heldur betur breyting til batnaðar og í takt við sjálfbærnimarkmið Póstsins þar sem lögð er áhersla á að fjölga grænum svæðum og leiðum og nýta umhverfisvæn farartæki eins og kostur er,“ segir hann.

Stundum er magnið slíkt að þörf er á stærri bílum í flutningana og þá nýtast stóru rafmagnsflutningabílarnir vel að sögn Guðmundur. Þeir voru fyrstir sinnar tegundar á Íslandi og teknir í notkun í apríl sl. „Volvo-trukkarnir hafa reynst vel og engin vandamál komið upp varðandi rafmagn og hleðslu. Þeir eru t.d. notaðir í ferðir á Keflavíkurflugvöll og dreifingu innanbæjar. Drægnin er um 200 km við góðar aðstæður svo rafmagnsflutningabílarnir henta vel í slík verkefni,“ segir hann.

Í þessum mánuði bætist 12 tonna metan bíll við flota Póstsins. „Stefnan er að prófa hann á leiðinni Akureyri – Dalvík – Ólafsfjörður – Siglufjörður og þá yrði sá leggur grænn, eins og sagt er. Metan er eingöngu fáanlegt á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og því varð þessi leið fyrir valinu.“

Rafbílar sjá um stóran hluta dreifingarinnar hjá Póstinum sem kallar á fjölgun hleðslustöðva. Nýverið var sett upp 225 kW hleðslustöð við Póstmiðstöðina [á Stórhöfða]. „Rafbílarnir okkar eru víða, svo sem á Akureyri, Akranesi og Selfossi, en við erum komin lengst í orkuskiptunum á Reykjanesinu þar sem alfarið verður notast við rafknúin farartæki,“ bætir Guðmundur við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?