fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Tekjur Íslendinga 2022: Ragnar Þór lækkar hlutfallslega meira í launum en Halldór Benjamín milli ára

Eyjan
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsmenn atvinnurekenda á vinnumarkaði og formenn helstu verkalýðsfélaga hækka nokkuð hóflega í launum milli ára. Eins og fyrri ár er það talsvert betra fyrir budduna að gæta hagsmuna atvinnurekenda heldur en launamanna. Athygli vekur að Ragnar Þór Ingólfsson og Halldór Benjamín Þorbergsson lækka verulega í launum milli ára.

Sigurður launahæstur

Launahæstur þeirra sem úttekt DV nær til er Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, með mánaðarlaun upp á 3.918.631 á síðasta ári og hækkar í launum um tæplega 6,5% milli ára.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er skammt undan en hún var með 3.858.600 í mánaðarlaun á síðasta ári og hækkar um 3,6% frá fyrra ári. Rétt er að geta þess að árið á undan höfðu laun Heiðrúnar Lindar lækkað.

Sjá einnig: Tekjudagar 2022 – Meira upp úr því að hafa að gæta hagsmuna stórfyrirtækja en launþega

Ólíkt kollegum sínum lækkaði Halldór Benjamín Þorbergsson, fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í launum milli ára. Hann fékk 3.341.798 í mánaðarlaun á síðasta ári fyrir sín störf en var með rúmlega 3,7 milljónir árið áður. Það þýðir launalækkun upp á 9% milli ára en um var að ræða annað árið í röð sem laun hans lækkuðu.

Hagur Halldór Benjamíns vænkast þó vonandi á þessu ári enda tók hann nýlega við forstjórastarfi fasteignafélagsins Regins.

Ragnar Þór lækkar um tæp 15% í launum

Ragnar Þór Ingólfsson er launahæstur þeirra verkalýðsleiðtoga sem úttekt DV nær til. Ragnar Þór fékk 1.498.750 í mánaðarlaun á síðasta ári en hann lækkaði verulega í launum milli ára eða um 14,7%.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, var með 1.483.140 á mánuði fyrir sín störf á síðasta ári og hækkar um rúm 11% milli ára. Hann tók enda við nýju starfi formanns Starfsgreinasambands Íslands um mitt síðasta ár.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var með 1.078.651 í mánaðarlaun á síðasta ári og hækkaði í launum um 3,7%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri