fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Hér er greinargerðin um Lindarhvolsmálið sem forseti Alþingis vildi ekki að væri opinberuð

Eyjan
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fimm árum síðan, í júlí 2018, skilaði Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðand í málefnum Lindarhvols, inn greinargerð um starfsemi félagsins. Greinargerðinni var stungið ofan í skúffu og þar hefur hún legið síðan þrátt fyrir lögfræðiálit liggi fyrir um að skylt væri að birta skjalið. Sá sem hefur staðið í vegi fyrir því er Birgir Ármansson, forseti Alþingis, en hér að neðan geta lesendur nú nálgast greinargerðina sem Birgir vildi fela.

Greinargerd setts rikisendurskodanda – dags. júlí 2018

Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Sigurður nú vísað Lindarhvolsmálinu til ríkissaksóknara til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu.

Sjá einnig: Lindarhvolsmálinu vísað til ríkissaksóknara – DV

Félagið  Lindarhvoll var sett á stofn til að annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum sem ríkið fékk í sinn hlut við nauðarsamninga slitabúa fallinna fjármálafyrirtæka. Lindarhvoll lauk starfsemi í febrúar 2018. Félagið kom umtalsverðum eignum í verð en talið er að þær hafi numið um 60 milljörðum króna að verðmæti þegar það var stofnað.

Lögmannsstofan Íslög fékk greiddar 100 milljónir frá Lindarhvoli fyrir umsjón með rekstri þess. Rekstrarkostnaður Lindarhvols á sama tíma nam 196 milljónum króna, en félagið greiddi Íslögum 80 milljónir fyrir umsjón með rekstri þess, en virðisaukaskattur nam 19 milljónum króna. Var félaginu síðan slitið í febrúarbyrjun 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum