fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

„Ég held að við getum öll verið sammála um að staðan er ekki góð þegar kemur að húsnæðismálum“

Eyjan
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 12:00

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikilla úrbóta þörf í húsnæðismálum, segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, verðandi framkvæmdastjóri SA en málefnið er meðal annars rætt í hlaðvarpsviðtali hennar við Markaðinn á Eyjunni sem er í umsjón Ólafs Arnarsonar.

Sigríður Margrét bendir á að frá aldamótum hefur húsnæðisliðurinn hækkað úr 22 prósentum af útgjöldum heimilanna í um þriðjung. Það er varhugaverð þróun í ljósi þess að aðgengi að húsnæði og möguleikinn á að eignast húsnæði er lykilþáttur hvað lífskjör varðar.

Sjá einnig: Meðvituð um að tíminn er af skornum skammti – „Ég hef svolítið verið að flýta mér allt mitt líf“

Húsnæðiskostnaður er langstærsti einstaki kostnaðarliður heimilanna. Eigið húsnæði getur skipt öllu máli fyrir efri árin.

„Ég held að við getum öll verið sammála um að staðan er ekki góð þegar kemur að húsnæðismálum,“ segir Sigríður Margrét og bætir við: „Staðan í dag er annars vegar sambland af uppsöfnuðum framboðsvanda og hins vegar áhrifum vaxtahækkanna á framtíðarafborganir af húsnæði og möguleikum einstaklinga að komast inn á húsnæðismarkaðinn.“

Sigridur Margret Oddsdottir - Húsnæðismál
play-sharp-fill

Sigridur Margret Oddsdottir - Húsnæðismál

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér

Einnig er hægt að hlusta á hlaðvarpsþjónustu Apple eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Hide picture