fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Styrkur Svandísar

Eyjan
Laugardaginn 24. júní 2023 12:02

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar:

Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum fram til ágústloka sýnir pólitískan styrk hennar. Hún fylgir sannfæringu sinni og tekur af skarið. Það mættu margir aðrir stjórnmálamenn taka sér til fyrirmyndar.

Pólitíkin á Íslandi er nefnilega alltof oft á meðvirknislegri sjálfstýringu. Hún ber sér á brjóst í orði en á borðinu stendur ekkert eftir. Og afsökunin er einna helst sú að ekki hafi náðst samstaða um málið á milli ríkisstjórnarflokkanna.

Svandís lætur aftur á móti ekki segja sér fyrir verkum. Hún tekur málaflokk sinn alvarlega. Hann skal vera ofar hagsmunum annarra afla sem kunna að líta á það sem goðgá að setja stóru körlunum stólinn fyrir dyrnar.

Málefnaástæðurnar fyrir ákvörðun Svandísar eru enda ríkar. Og þær hafa lengi legið ljósar fyrir.

Niðurstaða Eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala gefur sterklega til kynna að veiðar á þeim fari í blóra við ákvæði um velferð dýra. Þar er skýrt tekið fram að aflífa skuli dýr á þann veg að þau þjáist sem minnst á sem stystum tíma.

Rannsóknir vísindamanna sýna aftur á móti að dauðastríð hvala, með þeim aðferðum sem Hvalur hf notar til að fanga þá, getur hæglega tekið óbærilega langan tíma. Og særða langreyði þarf á stundum að skjóta oftar en einu sinni svo þjáður hvalurinn megni ekki að flýja af hólmi.

Í þessum efnum lætur Svandís hvalinn njóta vafans þar til hægt verður að sýna fram á að sómasamlegri veiðiaðferð sem samræmist lögum landsins um dýravelferð.

Annað væri það nú.

Svo er það hitt – og afhjúpar enn frekar hvernig íslenska aðalsvaldið og embættismannakerfið hefur leyft einum áhrifamiklum auðmanni að stunda sportveiðar á hvölum um árabil – að reglugerð um vinnslu hvalsins var einfaldlega snúið aftur til fyrri aldar þegar fyrir lágu athugasemdir að utan um að matvælaframleiðsla skuli fara fram undir þaki.

Þá mátti flokkurinn sem þiggur fúlgur fjár frá hvalveiðimanni Íslands þakka fyrir að sitja að völdum í réttu ráðuneyti. Reglugerðinni um hvalskurðinn var einfaldlega breytt til fyrra horfs – og gamla útgáfan frá því fyrir miðja síðustu öld var dregin upp úr skúffunni.

Og andi ákvörðunarinnar var að sjálfsögðu þessi: Hann á þetta og má þetta.

Auðvitað svelgist gömlum flokkshundum á við þessi stórtíðindi. Vitaskuld er Svandís kölluð illum nöfnum. Og það er langur vegur frá því að það versta skuli vera kommúnisti. Það er eiginlega hrósyrði í allri þessari afferu sem enn einu sinni hefur komið upp um íslenska hagsmunapólitík í sinni harðsvíruðustu mynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
EyjanFastir pennar
13.07.2025

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
EyjanFastir pennar
12.07.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald