fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Hávamál

Eyjan
Laugardaginn 17. júní 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar hafa um aldir haft Hávamál í miklum hávegum. Óteljandi ræðumenn hafa slegið um sig með tilvísunum í kvæðið og prestar hafa vitnað til Hávamála í stólræðum. Margir hafa haldið því fram að siðaboðskapur kvæðisins sé sambærilegur við aldagömul trúar- og spekirit.

Hávamál brýna fyrir fólki hófsemi í mat og drykk og að gæta orða sinna. „Tunga er höfuðbani,“ stendur á einum stað. Menn eigi að vera fámálir og orðvarir. Annars staðar stendur: Það er best að ósnotur maður (þ.e. heimskur) þegi.

Það er gleðilegt að nútímamenn skuli hafa afsannað þessar kenningar. Nýlega voru birtar tölur um ræðutíma þingmanna á yfirstandandi þingi. Þar kemur fram að Björn Leví hafi talað í samtals 1938 mínútur eða 32 klukkustundir. Ég hef því miður ekki hlustað á allar þessar ræður en efa ekki að þarna er samankomið mikið mannvit. Það tekur reyndar tæplega eina vinnuviku að hlýða á alla þessa orðgnótt en þeim tíma er vel varið.

Fjölmargir þingmenn töluðu lengi og mikið svo að samanlagður ræðutími þeirra skiptir mánuðum. Ekki er að efa að fjöldi gullkorna leynist í þessum langhundum sem komandi kynslóðir munu lesa og tileinka sér

Í Hávamálum stendur: „Þagalt skyldi þjóðans barn.“ Þarna er enn verið að hvetja til orðvendni. Halda mætti að höfundur kvæðisins sé að leggja þingið í einelti. Allir skilja hvílíkt tjón það væri fyrir íslenska tungu og menningu ef Björn og félagar hans færu eftir þessum órökstuddu staðhæfingum kvæðisins.

Nú er í tísku að endurskrifa gamlar bækur og enduryrkja gömul kvæði svo að þau falli að pólitískri rétthugsun. Nú er kominn tími til að ritskoða Hávamál og strika út ráðleggingar sem eru fyrir löngu orðnar úreltar og beinlínis skaðlegar fyrir íslenska þjóðarsál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ástamál eftirlifandi

Óttar Guðmundsson skrifar: Ástamál eftirlifandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum
Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur
EyjanFastir pennar
23.11.2025

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
EyjanFastir pennar
22.11.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar