fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Egill Þór Jónsson nýr formaður Varðar

Eyjan
Fimmtudaginn 4. maí 2023 15:27

Egill Þór Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta nýir stjórnarmenn voru kjörnir á aðalfundi Varðar – Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á aðalfundi fulltrúaráðsins í gær. Sjálfkjörið var í sæti stjórnarmanna og formanns, en Egill Þór Jónsson, teymisstjóri sértækrar búsetu á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn formaður. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, stýrði fundinum.

Í stjórn Varðar voru kjörin þau Einar Hálfdánarson, Einar Hjálmar Jónsson, Janus Arn Guðmundsson, Óttar Guðjónsson, Rúna Malmquist, Sigurður Helgi Birgisson og Silja Rán Arnarsdóttir.

Á aðalfundi Varðar eru sjö stjórnarmenn kjörnir auk formanns. Stjórn Varðar er að öðru leyti skipuð forystufólki úr sjálfstæðisfélögunum í Reykjavík.

Séra Vigfús Bjarni Albertsson, fráfarandi formaður Varðar, kvaddi Varðarstarfið í bili undir standandi lófataki fundarmanna og brýndi sjálfstæðismenn í Reykjavík til góðra verka fram að næstu kosningum. Af stjórnarstörfum létu einnig þau Einar Sigurðsson og Nanna Kristín Tryggvadóttir.

Góð mæting var á aðalfundinn af hálfu fulltrúaráðsmeðlima. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávörpuðu fundarmenn auk Einars Sigurðssonar, Andreu Sigurðardóttur, formanns Hvatar og Nönnu Kristínar Tryggvadóttur, formanns Landsambands sjálfstæðiskvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu