fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Segja forystu BSRB ekki vilja axla ábyrgð – Þeim að kenna að félagsmenn hafa ekki fengið launahækkun

Eyjan
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) skýtur föstum skotum að BSRB og segja stéttarfélagið ekki vilja axla ábyrgð á eigin kjarasamningum. Sé það stéttarfélaginu að kenna að félagsmenn þeirra hafi ekki fengið launahækkanir um áramótin líkt og félagsmenn Starfsgreinasambands Íslands (SGS).

„Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur,“ segir í yfirlýsingu frá SÍS.

SÍS segir að allir kjarasamningar sambandsins beri merki þess að sveitarfélögin vilja greiða sömu laun fyrir sömu og/eða jafnverðmæt störf og séu í fararbroddi á íslenskum vinnumarkaði hvað varðar baráttuna gegn ómálefnalegum launamun. Það sé dapurlegt að sjá forystu BSRB um að SÍS hafi sýnt starfsfólki sveitarfélaga óbilgirni og þeim sé mismunað.

„Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem um ræðir fyrir Félagsdóm, sem er réttur vettvangur til að fá úrskurð í ágreiningsmálum af þessu tagi.“

Forsvarsmenn SGS hafi árið 2020 samið um kjarasamning sem gildir út september á þessu ári. Sami samningur hafi staðið bæjarstarfsfólki BSRB staðið til boða en félagið hafi hafnað því tilboði. Því hafi starfsmenn BSRB hjá sveitarfélögunum ekki fengið launahækkanifr fyrstu þrjá mánuði þess árs. Sá samningur sem BSRB hafi svo gert hafi runnið út 31. mars og þá verið efndur að fullu. Nú sé BSRB að krefjast þess að nýr kjarasamningur gildi frá 1. janúar, eða með öðrum orðum á sama tímabili og fyrri samningur var í gildi.

„Þegar talað er um afturvirkni við kjarasamningagerð á það almennt við þegar að kjaraviðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og verið er að tryggja að samningur taki við af samningi. Hins vegar er ekki um að ræað að nýr samningur geti verið afturvirkur inn á gildistíma þess samnings sem er liðinn og hefur verið að fullu efndur af hendi sveitarfélaga.“

SÍS hafi nú lagt fram kjarasamningstilboð til BSRB í samræmi við merki markaðarins sem myndi tryggja félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hafi nú þegar samið um við aðra opinbera vinnuveitendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi