fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Margrét Anna skipuð sendiherra ELTA fyrir Ísland

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 11:02

Margrét Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Justikal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusamtökin í lögfræðitækni (ELTA) hafa skipað Margréti Önnu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra og stofnanda Justikal, sem sendiherra samtakanna fyrir Ísland. Meginmarkmið ELTA er að efla tækni í lögfræðigeiranum í Evrópu. Samtökin taka virkan þátt í samfélagslegri og pólitískri umræðu í því skyni að tala fyrir hagsmunum og áhyggjum félagsmanna sinna og til að styrkja stöðu tækniþróunar á evrópskum mörkuðum.

Nýsköpunarfyrirtækið Justikal hefur þróað lausn fyrir stafrænt réttarkerfi sem gerir aðilum í dómsmálum kleift að meðhöndla gögn á öruggan og rekjanlegan hátt í samræmi við kröfur eIDAS reglugerðarinnar.

„Ég er mjög ánægð og þakklát fyrir traustið sem ELTA sýnir mér með þessari skipan og er virkilega spennt fyrir framhaldinu. Þetta er einnig mikil viðurkenning fyrir Justikal og það starf sem þar hefur verið unnið undanfarin misseri sem miðar allt að því að auðvelda störf lögmanna með því að nýta tæknina til að stafvæða réttarkerfið. Sem stofnandi og framkvæmdastjóri Justikal er ég heilluð af möguleikanum að efla tækni í lögfræðigeiranum og hlakka því mikið til að tengjast fagfólki frá Evrópu og öllum heimshornum á þessu sviði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“