fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Kjarasamningur Eflingar og Reykjavíkurborgar samþykktur með miklum meirihluta

Eyjan
Föstudaginn 14. apríl 2023 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjarasamningur Eflingar og Reykjavíkurborgar, sem var undirritaður þann 1. apríl, hefur verið samþykktur af Eflingarfélögum, og það með miklum meirihluta.

Atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag.

Já sögðu 756, eða tæp 89 prósent og nei sögðu 57, eða tæp 7 prósent. 38, eða rúm 4 prósent, tóku ekki afstöðu.

Kjörsókn var rúmlega 40 prósent, en til atkvæða gengu 851 af þeim 2.098 sem eru á kjörskrá.

Kjarasamningurinn hefur því tekið gildi.

Sem dæmi um þær launahækkanir sem felast í samningnum hefur Efling bent á að leiðbeinandi á leikskóla með eins árs starfsreynslu hækkar um rétt rúmar 39 þúsund krónur á mánuði. Að sama skapi mun deildarstjóri á leikskóla með níu ára starfsreynslu hækka um rúmar 47 þúsund krónur og verkamaður í útivinnu með sjö ára starfsreynslu um rúmar 41 þúsund krónur.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lét hafa eftir sér eftir að samningurinn var undirritaður að niðurstaðan sé ásættanleg. Til staðar hafi verið samningsvilji og lausnarmiðun af hálfu borgarinnar og hafi raunverulegt samtal náðst. Deilunni var aldrei vísað til ríkissáttasemjara.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til