fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Halldór kaupir hlutabréf í Regin fyrir 203 milljónir

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. apríl 2023 18:49

Halldór Benjamín Þorbergsson Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Benjamín Þorbergsson, verðandi forstjóri fasteignafélagsins Regins, keypti í dag hlutabréf í félaginu fyrir 203,2 milljónir króna. Kaupin eru gerð í gegnum félag Halldórs, Optio ehf. Kemur þetta fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Halldór Benjamín keypti 8 milljónir hluta, um 0,44% eignarhlut í Regin, með framvirkum samningi á genginu 25,4 krónur á hlut. Bréf Reg­ins hækkuðu um 3,2% á föstu­dag­inn, en til­kynnt var um for­stjóra­skipt­in eft­ir lok­un markaða á fimmtu­dag­inn.

Hall­dór Benja­mín var áður fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA), en í tilkynningu frá SA 30. mars kom fram að hann hefði ákveðið að láta af störfum. Stuttu síðar var til­kynnt um ráðningu hans sem for­stjóri Reg­ins og mun hann hefja störf sem for­stjóri fyrri hluta sum­ars. Helgi S. Gunn­ars­son læt­ur af störf­um á sama tíma, en mun verða Halldóri inn­an hand­ar fyrst um sinn. Helgi hefur gegnt starfi for­stjóra Reg­ins frá stofn­un fé­lags­ins árið 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum
Lögregla rúin trausti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar