fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Eyjan

Þessir þingmenn hafa eytt mestu skattfé í ferðalög – Bróðir seðlabankastjóra trónir á toppnum

Eyjan
Fimmtudaginn 16. mars 2023 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er sá þingmaður sem eyddi mest af skattfé landsmanna til þess að ferðast út fyrir landsteinanna á síðasta ári. Alls kostuðu ferðalög Bjarna rétt tæpar 4,5 milljónir króna á síðasta ári og ber hann höfuð og herðar yfir aðra þingmenn. Þetta kemur fram í úttekt Viðskiptablaðsins á ferðakostnaði þingmanna sem birtist í dag.

Þar er einnig bent á þá kostulegu staðreynd að Bjarni er bróðir Ásgeir Jónssonar, seðlabankastjóra, sem meðal annars afsakaði vaxtahækkanir Seðlabankans með því að íslensk heimili væru að eyða sparnaði sínum í ferðalög og birta tásumyndir á samfélagsmiðlum.

Bjarni Jónsson – þingmaður Vinstri Grænna

Ólíklegt er að Bjarni hafi birt slíkar myndir af sér á ferðalögunum en hann eyddi 1,2 milljónum meira af fjármunum skattgreiðenda en næsti þingmaður, Bryndís Haraldsdóttir sem situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins kemur meðal annars fram að Ríkissjóður hafi að öllum líkindum lagt út um 300 milljónir í ferðalög þingheims og Stjórnaráðsins í fyrra og sú upphæð sé líklega yfir milljarð á kjörtímabilinu öllu. Það sé á sama tíma og að ríkissjóður er rekinn í bullandi mínus og tilefni til að velta við öllum steinum í stjórnkerfinu til að spara kostnað.

Topp 10 listi þeirra þingmanna sem hafa eytt mestu í ferðalög

Bjarni Jónsson – Vinstri græn – 4.483.482
Bryndís Haraldsdóttir – Sjálfstæðisflokki  3.203.261
Njáll Trausti Friðbertsson – Sjálfstæðisflokki – 3.014.053
Birgir Þórarinsson – Sjálfstæðisflokki – 2.834.789
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir – Pírötum – 2.411.002
Jóhann Friðrik Friðriksson – Framsóknarflokki – 2.399.177
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir – Sjálfstæðisflokki – 1.988.286
Guðrún Hafsteinsdóttir – Sjálfstæðisflokki-  1.973.336
Guðbrandur Einarsson – Viðreisn – 1.939.340
Þorgerður Katrín Einarsdóttir – Viðreisn – 1.836.950

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Nóg komið af dyggðasýningum, slaufunarmenningu og kynlausum persónufornöfnum

Björn Jón skrifar: Nóg komið af dyggðasýningum, slaufunarmenningu og kynlausum persónufornöfnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólrún og Hildur til liðs við Terra umhverfisþjónustu

Sólrún og Hildur til liðs við Terra umhverfisþjónustu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni