fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Eyjan

Mogginn krefst lagasetningar á verkföllin

Eyjan
Mánudaginn 27. febrúar 2023 11:00

Frá mótmælum Eflingar í síðustu viku. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk sem ekki vill leyfa kosn­ing­ar get­ur ekki fengið að halda efna­hags­lífi Íslands í helj­ar­greip­um. Sú stund hlýt­ur að vera runn­in upp að stjórn­völd höggvi á hnút­inn,“ segir Morgunblaðið í dag í Staksteinadálki sínum.

Verkföll standa nú yfir hjá hluta af félagsfólki Eflingar, meðal annars hjá starsfólki hótela og hjá olíubílstjórum, og er farið að gæta eldsneytisskorts á bensínstöðvum. Á hádegi næsta fimmtudag mun síðan taka gildi verkbann SA sem gerir alla Eflingarfélaga verklausa og launalausa.

Sólveig Anna, formaður Eflingar, boðar harðar aðgerðir Eflingar þegar verkbannið hefst á fimmtudag. Er því ljóst að deila Eflingar og SA er í hörðum hnút sem bara herðist. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilunni og ekkert bólar á nýrri miðlunartillögu í frá hans hendi.

Staksteinar taka afstöðu með SA og segja ekkert í stöðunni annað en að ríkisstjórnin setji lög á verkfallsaðgerðir Eflingar. Segir pistilhöfundur að með aðgerðum Eflingar sé hægt að valda langvarandi tjóni sem allir tapi á, ekki eingöngu stjórnendur og eigendur fyrirtækjanna sem aðgerðirnar beinast að. Höfundur segir tímabært fyrir ríkisvaldið að grípa inn í:

„Nú er komið að því að grípa verður inn í. Ein leið væri miðlun­ar­til­laga, en það hef­ur lít­inn til­gang því að Efl­ing neit­ar að leyfa fé­lags­mönn­um sín­um að kjósa. Nema mögu­lega ef miðlun­ar­til­lag­an væri for­ystu Efl­ing­ar að skapi, en slíkt skil­yrði væri óviðun­andi.

Fólk sem ekki vill leyfa kosn­ing­ar get­ur ekki fengið að halda efna­hags­lífi Íslands í helj­ar­greip­um. Sú stund hlýt­ur að vera runn­in upp að stjórn­völd höggvi á hnút­inn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Umbúðirnar breytast en innihaldið ekki

Guðrún Karls Helgudóttir: Umbúðirnar breytast en innihaldið ekki
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu