fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Eyjan

Segja Sólveigu Önnu fara með rangt mál – „Þátttaka fyrirtækja í verkbanni ekki valkvæð“

Eyjan
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 17:19

Halldór Benjamín Þorbergsson Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins (SA) benda á að einstaka atvinnurekendur og starfsfólk sem verkbann beinist að hafi ekki val, frekar en í tilviki verkfalla, um það hvort hlíta skuli lögmætu verkbanni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA.

„Fullyrðingar formanns Eflingar um að þátttaka í vinnustöðvunum sé valkvæð og án stuðnings í lögum eru rangar.“

Svo segir í tilkynningu sem ber titilinn „Árétting: Þátttaka fyrirtækja í verkbanni ekki valkvæð“

Slíkt væri brot gegn vinnulöggjöfunni.

„Túlkun Eflingar sem birtist á vef stéttarfélagsins 20. febrúar um að valkvætt sé að hlíta verkbanni og þar með verkfalli stenst því ekki skoðun og felur í sér þrýsting til brota á vinnulöggjöfinni.

Þegar um verkbann er að ræða má enginn sem starfar eftir kjarasamningum SA og Eflingar mæta til vinnu nema að fenginni undanþágu frá framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. Launagreiðslur falla niður yfir tímabilið sem verkbann stendur yfir líkt og í tilviki verkfalla.“

Í tilkynningu er vísað til tilkynningar sem Efling birti á vefsíðu sinni þar sem segir að verkbann sé einhliða þvingunaraðgerð sem atvinnurekandi kjósi að beita. Kjósi atvinnurekandi að beita verkbanni gegn starfsfólki sínu sé það alfarið á hans ábyrgð. Hvatti Efling félagsfólk til að óska eftir afstöðu síns atvinnurekanda til þess hvort hann muni beita verkbanni.

SA segir að viðræður hafi til þessa engan árangur borið og sé samningsvonin veik. Fyrirséð sé að verkföll Eflingar muni halda áfram og valda miklum samfélagslegum skaða og lama allt samfélagið á næstu dögum. Í ljósi þess hafi SA gripið til þess að boða verkbann sem hafi verið samþykkt með tæplega 95 prósent atkvæða sem staðfesti vilja og einurð breiðs hóps atvinnurekenda af öllum stærðum þvert á atvinnugreinar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Andri Snær gefur lítið fyrir boð Stefáns Einars – „Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral?“

Andri Snær gefur lítið fyrir boð Stefáns Einars – „Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún Frostadóttir á lista með Lamine Yamal og Becky G

Kristrún Frostadóttir á lista með Lamine Yamal og Becky G
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?