fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Segir að lítið hafi borið í milli en SA hafi snúið við blaðinu á laugardag

Eyjan
Mánudaginn 20. febrúar 2023 16:19

Halldór Benjamín Þorbergsson. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagfræðingurinn Stefán Ólafsson, sem starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu, segir að lítið hafi borið á milli í viðræðum Eflingar og SA þegar SA skyndilega sneri við blaðinu á laugardag. Stefán fer yfir þetta í grein á Vísi í dag:

„Einlægur samningsvilji og jákvæð leit að lausnum var leiðarljós Eflingarfólks í viðræðunum. Efling tók mörg skref til að nálgast SA. Viðræðurnar snérust um að aðlaga launatöflu Eflingar að sérstökum aðstæðum verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og að gera það innan skekkjumarka kostnaðar SGS-samningsins.

Aðilar voru sammála um að SGS-samningurinn væri ódýrari fyrir fyrirtækin ef hann væri heimfærður óbreyttur á félagsmenn Eflingar á höfuðborgarsvæðinu. Efling ætti því inni einhverja umframhækkun svo félagsmenn Eflingar fengju álíka ábata af samningnum og verkafólk sem starfar undir SGS-samningnum, án þess þó að heildarkostnaður fyrirtækja yrði meiri. Ólík sjónarmið voru þó um aðferðir við mat á kostnaði og hversu mikið það svigrúm væri.“

Stefán segir að viðræðurnar hafi gengið vel á fimmtudag og föstudag og útlitið verið gott undir lok föstudags inn í helgina. Síðan hafi forysta SA snúið við blaðinu og hafi það komið samningafólki Eflingar á óvart hvað róðurinn þyngdist skyndilega þá.

Hann segir: „Full ástæða er því til að efast um að SA-fólk hafi haft alvöru samningsvilja að þessu sinni. En Efling sýndi mikinn samningsvilja í verki – á marga vegu.“

Þáttur Halldórs Benjamíns vekur athygli

Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri SA, hvarf frá viðræðunum vegna veikinda í liðinni viku en kom að þeim aftur endurnærður um helgina. Hefur því verið gert skóna í umræðum á samfélagsmiðlum að nærvera hans við samningaborðið hefði verið orsökin fyrir viðsnúningnum. DV hefur ekki tekist að ná tali af Halldór í dag en hann sagði í viðtali við Vísi í morgun:

„Ég gef ekkert fyrir söguskýringar riddara Facebook. Öfugt við Eflingu eru Samtök atvinnulífsins dreifstýrð samtök, það er enginn einn sem stýrir stefnu SA eða hvernig við högum okkur.“

Vildi Halldór meina að samningsvilji Sólveigar Önnu væri eitthvað sem hún héldi á lofti í fjölmiðlum en birtist ekki við samningaborðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“