fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Eyjan

Nikki Haley sögð ætla að takast á við Trump um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. febrúar 2023 08:00

Nikki Haley. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikki Haley, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ og fyrrum ríkisstjóri í Suður-Karólínu, er sögð ætla að tilkynna fljótlega að hún sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins 2024.

BBC skýrir frá þessu og segir að reiknað sé með að Haley tilkynni þetta þann 15. febrúar í Charleston í Suður-Karólínu. Haley, sem er 51 árs, verður þar með annar þekkti Repúblikaninn til að tilkynna um framboð en Donald Trump, fyrrum forseti, tilkynnti í nóvember að hann sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi flokksins 2024.

Þegar hún var ríkisstjóri fékk hún orð á sig fyrir að vera hliðholl fyrirtækjum og hafi gert mikið til að laða stórfyrirtæki til ríkisins.

Hún studdi Marco Rubio í forvali Repúblikanaflokksins 2016 en þrátt fyrir það bauð Trump henni stöðu sendiherra hjá SÞ eftir að hann tók við völdum í Hvíta húsinu. Hún gegndi embættinu í tvö ár. Ólíkt mörgum öðrum samstarfsmönnum Trump þá lenti henni ekki saman við Trump opinberlega.

En Haley gagnrýndi framgöngu Trump í tengslum við árás stuðningsmanna hans á Hvíta húsið í janúar 2021. Daginn eftir árásina sagði hún: „sagan mun dæma framgöngu hans eftir kosningarnar harkalega“.

Niðurstaða nýrrar könnunar Trafalgar Group sýndi að 43% Repúblikana styðja Trump en 12% Haley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn