fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Eyjan

SA segir verkfallið ólöglegt

Eyjan
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 09:02

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins (SA) munu í dag afhenda Eflingu stefnu vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar í gærkvöld þar sem starfsfólk nokkurra hótela í borginni samþykkti verkfall.

Fréttablaðið greinir frá þessu. Fjöldi á kjörskrá var 287 en af þeim greiddu 189 atkvæði og var því kjörsókn 66 prósent. Um tveir þriðju greiddu atkvæði með verkfallstillögunni en rétt rúmlega 30% greiddu atkvæði gegn henni.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Fréttablaðið að samtökin telji verkfallsboðunina vera ólöglega og stefna samtökin Eflingu fyrir Félagsdóm.

Halldór telur að ekki sé meirihluti innan Eflingar í heild fyrir verkfalli þó að niðurstaðan í þessari tilteknu atkvæðagreiðslu hafi orðið með þessum hætti. Hann minnir á að félagar í Starfsgreinasambandinu (SGS) hafi samþykkt samskonar samning og Eflingu stendur til boða með miklum meirihluta en það fólk sinni samskonar störfum og félagsfólk í Eflingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn