fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Eyjan

Efling birtir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu stjórnsýslukæru – Telja málamiðlunartillögu valda óafturkræfu tjóni 

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. janúar 2023 16:00

Sólveig Anna Jónsdóttir Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling – stéttarfélag lagði í dag,  30. janúar,  fram stjórnsýslukæru til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna svonefndrar miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram 26. janúar. Í kæru Eflingar er þess krafist að miðlunartillagan verði felld úr gildi. 

Málsástæður kærunnar eru skortur á samráði við Eflingu, sem aðila að kjaradeilu, sem ber að viðhafa samkvæmt 27. og 28. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Einnig er vísað til annarra lagaákvæða um samráðsskyldu og andmælarétt við töku íþyngjandi ákvarðana hins opinbera.

Þá er bent á skort á réttmæti, meðalhófi og jafnræði við töku ákvörðunarinnar, og er þar vísað bæði til stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Að lokum er bent á vanhæfi ríkissáttasemjara, sem vegna framgöngu sinnar getur ekki talist óvilhallur í deilunni líkt og áskilið er í 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Jafnframt er þess krafist að réttaráhrifum miðlunartillögunnar verði frestað meðan á meðferð kærunnar stendur. Telur Efling að ef málamiðlunartillagan nær fram að ganga verði tjónið óafturkræft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað segja Bretar nú um Brexit?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað segja Bretar nú um Brexit?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu