fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Sólveig Anna neitar ásökunum um að hafa logið að félagsmönnum

Eyjan
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 18:53

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir segir ekkert hæft í þeim meiningum Davíðs Torfa Ólafssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, um að logið hafi verið að félagsmönnum Eflingar hjá Íslandshótelum þegar verkfallsaðgerðir voru kynntar þeim.

Frá þessu greinir Sólveig í yfirlýsingu á Facebook, en Davíð Torfi hefur í dag haldið því fram að starfsmenn Íslandshótela hafi ekki verið upplýstir með fullnægjandi hætti um hvað fælist í verkfallsaðgerðum og mögulegu tekjutapi sem það gæti valdið. Eins hafi starfsmenn ekki verið upplýstir um að aðeins þeir væru á leið í verkfall.

Sólveig Anna segir þetta af og frá.

„Ef þetta væri ekki svona fáránlegt væri þetta auðvitað hlægilegt. En ég skal svara þessari spurningu hér og svo hvar sem er: Nei, hvorki ég né félagar mínir í samninganefnd Eflingar sem heimsóttu Íslandshótel á síðastliðnum dögum lugum að félagsfólki.“

Sólveig segir að samninganefnd Eflingar hafi ekkert að fela og þurfi ekki að notast við lygar eða blekkingar.

Efling hafi síðdegis í dag sent félagsfólki á Íslandshótelum tölvupóst þar sem fullyrðingar Davíðs Torfa hafi verið hraktar. Til að mynda fullyrðing um að afturvirkni kjarasamninga glatist með verkfallsaðgerðum. Efling muni enn sem áður krefjast afturvirkni. Eins kemur þar fram að frekari verkfallsaðgerðir séu í burðarliðum og verði kosið um þær fljótlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“