fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Kosning um verkfall hefst á morgun – Nær til starfsstöðva Íslandshótela á félagsvæði Eflingar

Eyjan
Mánudaginn 23. janúar 2023 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær á fundi sínum verkfallsboðun sem tekur til starfsstöðva Íslandshótela á félagssvæði Eflingar.

Boðunin fer nú í atkvæðagreiðslu meðal þess félagsfólks sem aðgerðirnar taka til. Um er að ræða félagsfólk sem sinnir þrifum á herbergjum og í sameiginlegum rýmum, til starfa í eldhúsi, við framreiðslu veitinga, þvott og fleira.

Atkvæðagreiðslan opnar á hádegi á morgun og stendur fram á mánudagskvöld.

Í tilkynningu segir:

„Samninganefnd Eflingar fundaði með fjölmennum hópi starfsfólks Íslandshótela í gærkvöldi, áður en að verkfallsboðunin var samþykkt. Meðlimir samninganefndar Eflingar hafa jafnframt heimsótt allar starfsstöðvar Íslandshótela og rætt við félagsfólk. Viðhengdar myndir eru af þessum heimsóknum og af fundinum í gær.

Í síðasta tilboði til SA krafðist samninganefnd Eflingar þess að hótelstörf yrðu hækkuð um launaflokk. Töfluhækkun tilboðs Eflingar myndi skila almennum hótelstarfsmanni með eins árs starfsaldur rúmlega 55 þúsund króna hækkun grunnlauna, til viðbótar við framfærsluuppbót að upphæð 15 þúsund á mánuði vegna hás framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu.“

Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu að hótelstarfsfólk sé með lægst launaða fólki á íslenskum vinnumarkaði.

„Hótelstarfsfólk er með lægst launaða fólki á íslenskum vinnumarkaði, að yfirgnæfandi meirihluta konur af erlendum uppruna. Þessi sami hópur samþykkti sögulegar verkfallsaðgerðir vorið 2019 sem áttu mikinn þátt í að ljúka góðum kjarasamningum þá. Eftir þessu man félagsfólk. Hjá þeim skynja ég sama hugrekki, sömu reisn og sömu staðfestu og árið 2019.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?