BBC segir að hún hafi sagt að hún hafi einfaldlega ekki orku til að halda áfram í stjórnmálum. „Stjórnmálamenn eru manneskjur. Það er kominn tími á þetta hjá mér,“ sagði hún.
„Ég vonaðist til að ég myndi finna það sem ég þarf til að geta haldið áfram en það hef ég því miður ekki og ég myndi gera Nýja-Sjálandi bjarnargreiða með að halda áfram,“ sagði hún.
Hún er þingmaður Labour. Flokksmenn munu kjósa sér nýjan formann á sunnudaginn.
Ardern sagðist ekki hafa neinar áætlanir um hvað hún muni nú taka sér fyrir hendur en hún mun sitja á þingi þar til í apríl.