fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Ólafur ver „sérlega ósmekklega og óviðeigandi“ grein – „Ég ætla að halda áfram að benda á hræsni og siðferðisbresti af þessu tagi“

Eyjan
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 10:36

Samsett mynd af Ólafi Stephensen, Hilmari Þór Hilmarssyni og Vladimír Pútín. M

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur að það beri vott um hræsni og siðferðistbrest að [Ólafur] Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, hafi ekki afsalað sér heiðurskonsúlstign sinni fyrir Rússland. Þetta kemur fram í aðsendri grein Ólafs sem birtist á Vísi fyrir stundu.

Ólafur hefur verið iðinn við að benda á að honum þyki það óviðeigandi að Ágúst hangi á nafnbótinni eins og hundur á roði. Síðast í gær birti hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem að hann benti á Morgunblaðið hefði fjallað um stríðsglæp Rússa í Úkraínu, eldflaugaárásás á íbúðablokk þar sem 40 létust, en á forsíðu blaðsins hafi verið viðtal við Ágúst sem Ólafur kallaði „sérlegan fulltrúa hryðjuverkaríkisins.“

„Sérlega ósmekklegt og óviðeigandi“

Færsla Ólafs kom illa við kauninn á Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor við Háskólann á Akureyri, sem ritaði grein í morgun á Vísi  þar sem hann sagði færsluna „sérlega ósmekklega og óviðeigandi.“ Benti hann á að starfið hefði ekkert með stríðsrekstur Rússa að gera og að Ágúst þiggi ekki laun fyrir. Að mati Hilmars Þórs ætti Ólafur að beina spjótum sínum að ríkisstjórn Íslands og velti fyrir sér hvort að Ólafi þætti óþægilegt að gagnrýna til að mynda fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. „Telur Ólafur Stephensen kannski að eldflauginni sem lenti á fjölbýlishúsi í Dnipro Úkraínu hafi verið skotið frá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga?“ spurði prófessorinn.

Ólafur var eins og áður segir snöggur til að svara Hilmari Þór með grein sem birtist aðeins þremur klukkustundum síðar. Þar segir hann að vissulega tengist starfið ekki stríðsreksri Rússa en að um allan heim kappkosti fyrirtæki að slíta tengslum við Rússa.

„Tilgangurinn er að sýna Rússum að framferði þeirra, þverbrot á alþjóðalögum og ítrekaðir stríðsglæpir, verði ekki liðið og ekkert fyrirtæki með sómatilfinningu vilji eiga í viðskiptum við þá eða tengja sig við þá. Á síðasta ári bakkaði KS út úr skyrframleiðslu í Rússlandi – reyndar ekki fyrr en vakin hafði verið athygli á þeim viðskiptatengslum opinberlega – en heiðurskonsúlsnafnbótin blífur. Það þykir fleirum en mér gjörsamlega óskiljanlegt,“ skrifar Ólafur.

Slitu strax samstarfinu við Arnar Grant

Benti hann síðan á fordæmi þar sem að Kaupfélags Skagfirðinga sleit samstarfi sínu við einkaþjálfarann Arnar Grant eftir að hann varð aðalleikarinn í  landsfrægri heita potts-hringiðu.

„KS hafði heldur ekkert með meinta háttsemi Arnars Grant í heitum potti í byrjun síðasta árs að gera. Engu að síður brá það við skjótt, sleit samstarfi við Arnar og tók heilsudrykkinn Teyg, sem hann hafði þróað í samstarfi við KS, tafarlaust úr sölu. Væntanlega af því að það vildi ekki tengja sig við umræðu um háttsemi sem það taldi siðferðilega ámælisverða. Af hverju eru viðbrögðin í þessum tveimur málum svona ólík?“ skrifaði framvæmdastjórinn.

Hann segir rétt að haldið sé á lofti að heiðurskonsúlstignin er til komin vegna viðskipta Kaupfélags Skagfirðinga í Rússlandi og að Ágúst hefur sjálfur lýst því yfir opinberlega að hann hyggist nota hana kaupfélaginu til framdráttar í þeim viðskiptum.

„Þetta er ekki persónulegt mál Ágústs, heldur mál kaupfélagsins. Af hverju yfirmenn Ágústs hjá KS hafa ekki þrýst á hann að segja af sér heiðursnafnbótinni er mér líka hulið,“ skrifar Ólafur.

Pútín útvíkkaði heiðurskonsúlakerfið

Þá bendir hann á rannsókn Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna þar sem fram kom að Rússar hafi með i útvíkkað kerfi heiðurskonsúla sinna um allan heim eftir að Pútín tók við völdum. Þar komi jafnframt fram að rússnesk stjórnvöld hafi notað heiðurskonsúlana, marga hverja, til að halda á lofti rússneskum áróðri, í stað þess að þeir einbeiti sér bara að menningar- og viðskiptatengslum eins og þeir eiga að gera.

„Í umfjölluninni kemur reyndar fram að margir kjörræðismenn Rússlands hafi sagt af sér til að mótmæla stríðsrekstrinum í Úkraínu. Þeir sem eftir eru, eru þá væntanlega ekkert sérstaklega kræsilegur félagsskapur. En hann Ágúst hjá Kaupfélaginu hefur „ekki einu sinni hugleitt það“ að segja af sér heiðurstigninni,“ skrifar Ólafur og vísar í svar Ágústs þegar hann var spurður hvort að hann hyggðist segja af sér embættinu.

Hann segir að það verði bara það þó að Hilmi, sem hann kallar kunningja sinn, finnist hann ósmekklegur.

„Ég ætla að halda áfram að benda á hræsni og siðferðisbresti af þessu tagi hjá íslenzkum fyrirtækjum. Ég hef oftar en einu sinni vakið athygli á „Svarta lista“ Yale-háskóla yfir fyrirtæki sem enn halda viðskiptatengslum við Rússland. Í nýjustu útgáfu hans, sem kom út 9. janúar, eru nokkur íslenzk fyrirtæki enn sögð reka (mismikil) viðskipti í Rússlandi. Hampiðjan, Knarr Maritime, Marel, Naust Marine og Eimskip eru á listanum. Hann hefur vakið undarlega litla athygli – ég hefði haldið að bæði ættu fjölmiðlar að gera gangskör að því að krefja þessi fyrirtæki svara um hvort upplýsingarnar á listanum séu réttar og þau ættu sjálf að leggja upp úr því að reka af sér slyðruorðið,“ skrifar Ólafur.

Ég hef líka – þvert á það sem Hilmar lætur í skína í grein sinni – ítrekað hvatt til þess að rússneska sendiherranum verði vísað úr landi og hvatt utanríkisráðherrann til að taka af skarið í því efni.

Hann segir ennfremur að enginn eigi að skorast undan þeirri ábyrgð að gera allt sem hægt er til að stöðva stríðsrekstur Rússa og styðja við bakið á Úkraínumönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“