fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Bergþór spyr hvort ekki sé rétt að hætta að verja bara sum mannréttindi en ekki önnur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. janúar 2023 09:00

Bergþór Ólason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fjölmiðlum í síðustu viku þá var Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, stillt upp við hlið Adolfs Hitlers og Benito Mussolini á glæru sem var notuð í kennslustund í Verslunarskóla Íslands.

Þetta mál er umfjöllunarefnið Bergþórs Ólasonar, þingflokksformanns Miðflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Hún ber fyrirsögnina „Hatursorðræðustofnun ríkisins“.

Þar segir hann að á fyrrnefndri glæru hafi Hitler, Mussolini og Sigmundur verið sagðir aðhyllast sömu stjórnmálastefnu.

„Glæran var sett saman af kennara sem vill svo til að er líka frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs á sveitarstjórnarstiginu – nokkuð sem gæti hafa litað sýn hans við gerð glærunnar,“ segir hann.

Því næst segir hann að aðeins tveir aðilar hafi ekki talið ástæðu til að fordæma glæruna þegar hún kom fram á sjónarsviðið. Þetta hafi verið skólameistari Verslunarskólans sem Bergþór segir hafa falið sig á bak við meint samhengi glærunnar og að það hafi réttlætt framsetningu hennar. „Enginn fjölmiðill spurði þó hvert þetta samhengi væri og það er enn á huldu,“ segir hann og bætir síðan við að samhengið sé mjög skýrt og birtist einfaldlega á glærunni.

„En svo var það forsætisráðherra Íslands sem þótti nú ekki mikið til koma spurð um glæruna. Sami forsætisráðherra og hefur sölsað undir sig alla mannréttindamálaflokka í stjórnarráðinu og talar sig hása um mikilvægi þess að koma í veg fyrir hvers kyns hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Ráðherrann ætlar meira að segja að skylda stóra hópa á alls konar námskeið í hatursorðræðu. En orð forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, eru nú sem oft áður hjóm eitt. Hatursorðræða er það bara þegar tilteknir hópar verða fyrir henni. Það er bara hatursorðræða þegar flokkurinn hennar og samflokksmenn verða fyrir barðinu á óvæginni umræðu. Það er alls ekki hatursorðræða þegar Sigmundur Davíð er settur í félag með fjöldamorðingjum og illmennum í kennslustund, á kosningaári,“ segir hann.

Hann segir að hatursorðablæti Katrínar sé löngu orðið lúið og missi endanlega marks þegar öllum verði ljóst að reglurnar eru ólíkar eftir því hvaða stjórnmálaskoðanir fólk hefur eða hvers kyns það er. „Ætli það mætti ekki hugsa sér að ef sitjandi forsætisráðherra hefði verið raðað á glæru í kennslustund í Verslunarskólanum af kennara og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins við hlið Jósefs Stalíns og Maós Tse-Tungs og sett þar að jöfnu hefði allt í raun farið á hliðina í opinberri umræðu. Jú ætli það ekki. Er ekki rétt að hætta að verja bara sum mannréttindi en ekki önnur. Hætta að ýta undir hatur á ákveðnum hópum í samfélaginu en verja aðra með kjafti og klóm,“ spyr hann síðan.

Hann lýkur síðan grein sinni á að segja: „Kannski ætti þessi nýja stofnun mannréttinda sem ríkisstjórnin kom sér saman um að setja á fót – þrátt fyrir fjöldann allan af stofum, stofnunum og deildum sem hafa sama hlutverk með höndum í boði ríkisins – að einbeita sér að því. Ég er þó ekki vongóður og bíð bara eftir því að kynnt verði stofnun Hatursorðræðustofnunar ríkisins og við færumst enn fjær markmiðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember