fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Eyjan

„Í dag er stór dagur hjá Nýjum Landspítala“

Eyjan
Fimmtudaginn 29. september 2022 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson, skrifaði í dag undir samning Nýs Landspítala ohf. við litháenska útveggjaverktakann Staticus um hönnum, framleiðslu og uppsetningu á útveggjum á nýjan meðferðarkjarna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Um er að ræða stærsta fjárfestingaverkefni meðferðarkjarnans og er samningurinn afrakstur 15 mánaða samkeppnisútboðsferlis og það lengsta sem Nýr Landspítali hefur komið að.

Vinnuhópur frá Nýjum Landspítala, Corpus, sem eru hönnuðir spítalans, Buro Happold Engineering, Bird&Bird, Lex lögmönnum og Ríkiskaupum komu að gagnagerð og samkeppnisviðræðum.

Staticus fékk þar hæstu einkunn úr matslíkani og verði. Um er að ræða fullnaðarhönnun, framleiðslu, flutning og uppsetningu útveggja. Samningurinn hljóðar upp á 47 milljónir evra þar sem uppsetningartíminn er áætlaður 14 mánuðir og hefst í september 2023.

Þjóðin beðið lengi

Haft er eftir Willum í tilkynningu:

„Þjóðin hefur beðið lengi eftir því að sjá nýja meðferðarkjarna Landspítalans rísa hér við Hringbraut. Meðferðarkjarninn er gríðarstórt hús. Til að setja það í samhengi þá er framkvæmdin við að reisa útveggina ekki aðeins sú stærsta innan Hringbrautarverkefnisins heldur líka stærsta einstaka framkvæmd sem ríkið ræðst í á árinu 2023. Það eru því spennandi tímar fram undan fyrir Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild.“

Haft er eftir Ásbirni Jónssyni, sviðsstjóra framkvæmdasviðs Nýs Landspítala ohf:

„Í dag er stór dagur hjá Nýjum Landspítala þar sem skrifað var undir einn stærsta framkvæmdasamning Nýs Landspítala frá upphafi vegna byggingar á nýjum meðferðarkjarna.  Um er að ræða mjög stóran og viðamikinn samning við Staticus vegna útveggja á nýja meðferðakjarnann. Ég tel að Staticus hafi þá reynslu og sérfræðiþekkingu til að takast á við þetta risastóra verkefni. Umfang verkefnisins eru um 30.000 m²  útveggir á bygginguna. Uppsetningin mun fara fram frá september 2023 og eru áætluð verklok í nóvember 2024. Við hjá Nýjum Landspítala höfum undirbúið verkið vel og erum full tilhlökkunar fyrir samstarfinu við Staticus og við þetta flókna verkefni,“

Aušra Vankevičiūtė  hjá Staticus segir:

„Sem alþjóðlegur verktaki erum við alltaf ákaflega stolt af því að taka þátt í verkefnum sem eru mikilvæg fyrir þau samfélög sem við vinnum með. Verkefni Landspitala er mjög flókið verkefni þar sem við höfum þurft að horfa til þátta varðandi forsendur sem tengjast loftslagsáskorunum, flutningum og uppsetningu og hvað stærð samnings snertir er verkefnið það stærsta í sögu Staticus. Við erum ótrúlega stolt af því að geta sýnt fram á að Staticus hafi nauðsynlega tæknilega sérfræðiþekkingu og hæfileika til að framkvæma svona stórt og flókið verkefni. Við hlökkum til að halda áfram góðu samstarfi við Nýjan Landspítala og erum fús og tilbúin að skila okkar besta hvað varðar sérfræðiþekkingu, gæði, sjálfbærni og nákvæmni,“.

Um meðferðarkjarnann:

Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin í uppbyggingu Nýs Landspítala og mun gegna lykilhlutverki í megin meðferðarstarfsemi spítalans. Meðferðarkjarninn er hannaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga og annarra bygginga. Þar verður bráðamóttaka, gjörgæsla, skurðstofur, hjarta- og æðaþræðingar og myndgreining ásamt legudeildum og annarri stoðþjónustu svo sem dauðhreinsun og apótek fyrir sjúkrahúsið. Heilbrigðisstarfsemi í meðferðarkjarna mun þannig vera hluti af annarri starfsemi í þeim húsum sem þegar eru til staðar á Hringbrautarlóð.

Um Staticus:

Staticus er eitt stærsta fyrirtæki í Evrópu á sviði útveggjaframleiðslu með mikla sérfræðiþekkingu á sviði arkitektúr og verkfræði. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 starfsmenn um allan heim og eru með skrifstofur í  Vilnius, Ósló, Stokkhólmi, Vín, Basel og London. Fyrirtækið hefur unnið að sambærilegum verkefnum við sjúkrahús í Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áfram deilt um umdeild áform um auglýsingaskilti við Klambratún – „Hættið þessari vitleysu“

Áfram deilt um umdeild áform um auglýsingaskilti við Klambratún – „Hættið þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur?“

„Ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarliðar lögðust gegn því að veita tekjulágum eldri borgurum desemberuppbót – „Svona á velferðarþjóðfélag ekki að virka“

Stjórnarliðar lögðust gegn því að veita tekjulágum eldri borgurum desemberuppbót – „Svona á velferðarþjóðfélag ekki að virka“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Haukur Viðar fagnar endalokum á meintri sjálftöku fasteignasala – Milliliðalaus fasteignaviðskipti á netinu orðin að veruleika

Haukur Viðar fagnar endalokum á meintri sjálftöku fasteignasala – Milliliðalaus fasteignaviðskipti á netinu orðin að veruleika
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er tilboðið sem Efling gerði Samtökum atvinnulífsins

Þetta er tilboðið sem Efling gerði Samtökum atvinnulífsins