fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Segja upp öllum starfsmönnum Sony á Íslandi og flytja starfsemina til Danmerkur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 27. september 2022 13:30

Sumar af skærustu stjörnum íslensks tónlistalífs þurfa núna að glíma við danska dreifingaraðila

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 31. október 2022 mun starfsemi Sony Music skrifstofunnar á Íslandi hætta formlega störfum. Ástæðan er stefnubreyting hjá Sony Music Entertainment. Öllum þremur starfsmönnum skrifstofunnar hefur verið sagt upp störfum hérlendis samkvæmt heimildum DV og mun starfsemin færast til Danmerkur.

Í tilkynningu frá Sony Music Entertainment kemur fram að breytingin muni ekki hafa nein áhrif á samninga sem nú þegar eru í gildi hjá fyrirtækinu. Þar á meðal eru margar skærustu stjörnurnar í íslensku tónlistarlífi eins og Aron Can, GDRN, Herra Hnetusmjör, Mugison, Ragga Gröndal, Valdimar og Klara Elías svo einhver séu nefnd. Allir þættir dreifingar á íslenskum útgáfum mun hér eftir vera í höndum dönsku skrifstofunnar í Kaupmannahöfn.

„Við viljum fyrst og fremst þakka því hæfileikaríka tónlistarfólki sem treyst hafa okkur fyrir sköpun sinni en einnig nýta tækifærið og þakka Arnóri Dan Arnarsyni fyrir stórkostlega vinnu og uppbyggingu Sony Music Iceland undanfarin 5 ár. Án hans ástríðu, hæfni og vinnusemi hefði Sony Music Iceland aldrei tekist á loft en framlag hans og stuðningur til íslensk tónlistarlífs er ómetanlegur. Einnig viljum við þakka Önnu Jónu Dungal og Pétri Finnbogasyni fyrir þeirra mikilvæga framlag og fyrir að hafa mótað sterkt teymi innan íslensku skrifstofunnar,“ segir í tilkynningunni.

DV hafði samband við Arnór Dan vegna málsins en hann sagðist ekki geta tjáð sig um málið á þessari stundu.

Sony Music Entertainment er annað stærsta plötu- og útgáfufyrirtæki heims með um yfir 40 útibú víðsvegar um heiminn. Þeim hefur því nú fækkað um eitt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun