fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Eyjan

Guðrún Þórisdóttir ráðin til að leiða Gray Line Worldwide

Eyjan
Föstudaginn 2. september 2022 13:57

Guðrún Þórisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Þórisdóttir, sölu- og markaðsstjóri Gray Line á Íslandi, hefur verið ráðin í starf forseta Gray Line Worldwide, sem eru elstu og stærstu samtök fyrirtækja í skoðunarferðum í heiminum. Í fréttatilkynningu kemur fram að sem forseti GLW mun Guðrún leiða stefnumörkun samtakanna, vera talsmaður þeirra og annast samskipti við leyfishafa um allan heim.

Guðrún var kosin í stjórn Gray Line Worldwide árið 2013 og hefur setið þar síðan. Samtökin voru stofnuð 1910 og standa að þeim tæplega 100 fyrirtæki í skoðunarferðum víða um heim. Skrifstofa GLW er í Bandaríkjunum, þar sem haldið er utan um leyfismál, markaðsmál, fjármál og vefsíðu sem hægt er að skoða á alls 132 tungumálum til að panta ferðir um allan heim, þar á meðal á Íslandi.

„Vissuleg er heiður fyrir mig og viðurkenning að hafa verið ráðin í þetta mikilvæga starf. En ekki síður er það viðurkenning fyrir Gray Line á Íslandi, sem hefur verið leiðandi í nýsköpun í skoðunarferðum og miðlað þekkingu til samstarfsfyrirtækjanna. Ég efa heldur ekki að þau samskipti sem framundan eru við fjölda hagaðila út um allan heim styrki tengslin við íslenska ferðaþjónustu. Ég hlakka mikið til þess sem er framundan, enda veit ég ekkert skemmtilegra en að ferðast, skoða mig um og kynnast nýrri menningu. Á hverjum stað sem ég heimsæki reyni ég að komast í skoðunarferðir, því mér finnst það vera besta leiðin til að upplifa áfangastaði,“ er haft eftir Guðrúnu í tilkynningunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli