fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Vinslit milli Jóns Steinars og Davíðs Oddssonar – „Hann hætti bara að tala við mig og hefur líklega farið í fýlu“

Eyjan
Fimmtudaginn 15. september 2022 11:23

Jón Steinar Gunnlaugsson. Mynd/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstarréttardómari, er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar.  Jón Steinar hefur oft gagnrýnt Hæstarétt og hann vill meina að hæstaréttardómarar séu oft ekki nógu sjálfstæðir og sveiflist eftir almenningsáliti hverju sinni:

Jón Steinar segir Hæstarétt sveiflast oft eftir almenningsálitinu á hverjum tíma í staðinn fyrir að fara eftir bókstafi laganna. Þetta hafi sýnt sig vel í kjölfar efnahagshrunsins 2008.

,,Hæstiréttur hefur margoft sveiflast eftir almenningsáliti hvers tíma fyrir sig í stað þess að fara eftir lögunum. Til dæmis eftir hrunið. Þá hafði stemmningin í samfélaginu gríðarleg áhrif á dómara og í raun réttarkerfið í heild. Þegar við horfum til baka sjáum við dóma sem standast ekki skoðun og niðurstaða þeirra markaðist nær eingöngu af tíðarandanum í samfélaginu. Dómstólar eru einn af hornsteinum lýðræðisins og við verðum að vera gagnrýnin á þá og vinnubrögð þeirra. Ég hef verið opinn um þetta í gegnum tíðina og oft verið ráðist á mig fyrir það. En það var á köflum nánast daglegur viðburður að kollegar mínir hrósuðu mér í einkasamtölum, en enginn þeirra tók undir með mér opinberlega.”

Davíð var ekki hrifinn

Jón Steinar, segist alltaf hafa verið hugsjónamaður, sem segir skoðanir sínar umbúðalaust. Líka þegar kemur að hvað varði  Sjálfstæðisflokkinn og Davíð Oddsson. :

,,Davíð Oddsson hefur aldrei verið neinn áhrifaþáttur í minni lögfræði eða mínum störfum. Í seinni tíð þá hafa komið frá honum hlutir sem ég hef örgustu skömm á. Til dæmis lét ég í ljósi andúð mína á meðferð hæstaréttar á broti þar sem bankamenn voru dæmdir umvörpum í fangelsi fyrir umboðssvikabrot.

Það eru skilyrði fyrir slíkum brotum að menn hafi haft tilgang til auðgunar. Ég skrifaði um þetta og einn af þeim sem voru tengdir Arionbanka, Ólafur Ólafsson, leitaði til mín og ég skrifaði álitsgerð um þann dóm, þar sem ekki stóð steinn yfir steini og brotinn réttur á sakborningi. Ég held, þó að ég viti það ekki fyrir víst að Davíð, gamli vinur minn, hafi alls ekki verið hrifinn af þessu,” segir Jón Steinar.

Davíð ekki lengur vinur en Jóni er alveg sama

Aðspurður um hvort að hann og Davíð séu enn vinir í dag segir Jón Steinar svo ekki vera. Hafi það verið Davíð sem sleit vinskapnum og hafi Jón Steinar aldrei fengið að vita hvað olli þessu.

,,Nei, við tölum ekki saman. Við höfum ekki talað saman í meira en ár. Hann hætti bara að tala við mig og hefur líklega farið í fýlu út í mig. Ég held að það sé út af þessu eða einhverjum öðrum skoðunum sem ég hef haft opinberlega, en hann hefur ekki fengist til að segja mér hvað veldur þessum vinslitum. En mér er alveg sama, af því að ég lifi fyrir lögfræðina mína og mína eigin sannfæringu. Ég má ekki byrja að gefa afslátt á minni betri vitund.“

Hvaða rugl er það?

Jón Steinar segist ávallt hafa tekið því alvarlega að vera lögfræðingur, sem og dómari þegar hann starfaði sem slíkur. Hann hafi því ekki veigrað sér við að gagnrýna Davíð.

„Ég hef alltaf tekið það hlutverk alvarlega að vera lögfræðingur og dómari og að starfa við að verja réttindi borgaranna. Það hefur þýtt það að ég hef oft gagnrýnt Davíð í gegnum tíðina, bæði á pólitískum forsendum og öðrum, þó að það hafi nú aldrei valdið vinslitum fyrr en núna.

En ég var til dæmis alls ekki hrifinn af því þegar hann lét Reykjavíkurborg reisa veitingastað uppi á Öskjuhlíðinni á sínum tíma, þegar Perlan var byggð. Hvaða bull er það að Reykjavíkurborg sé að reka veitingastað í Öskjuhlíð? Eða þegar hann ætlaði að láta íslenska ríkið gangast í ríkisábyrgðir fyrir skuldbindingar Íslenskrar Erfðagreiningar. Þetta er einkafyrirtæki Hvaða rugl er það?

Eða þegar hann var að banna einkafyrirtækjum að eiga hlut í fjölmiðlum. Þá skrifaði ég grein í Morgunblaðið sem hét: ,,Ég styð frelsið”. Lífshugsjón mín er sú að við búum í samfélagi að við séum frjálsir einstaklingar. Að við eigum að vera frjáls til athafna, en bera svo ábyrgð á því sem við erum að gera. Þetta eru mínar grundvallarskoðanir og það að halda mig við þessar hugsjónir hefur oft kostað mig vandræði. Það er oft verið að reyna að gera eitthvað annað úr mér en ég er. Ég er hugsjónamaður, bæði í pólitík og lögfræði. Og ef að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að breyta rétt, þá fær hann engan stuðning hjá mér. Ég neita að láta flokka mig í eitthvað lið.”

Ég vil láta lögleiða öll fíkniefni

Jón Steinar hefur lengi talað fyrir lögleiðingu fíkniefna og segist aldrei hafa verið sannfærðari heldur en nú. Nú sé rétti tíminn fyrir umræðuna því öll rök mæli með afglæpavæðingu og lögleiðingu. Fólk sé að láta lífið vegna fíknar og ljóst að stríðið gegn fíkniefnum er tapað:

,,Ég vil láta lögleiða öll fíkniefni. Það eru 30 ár síðan ég byrjaði að tala um þetta, en þá var ekki mikill grundvöllur fyrir þessum skoðunum. En ég sá að öll rökin mæltu með afglæpavæðingu og lögleiðingu. Það vex bara neyslan og fullt af fólki hefur látið lífið. Það er orðið algjörlega ljóst að stríðið gegn fíkniefnum virkar ekki. Við erum komin á endastöð og verðum að hugsa þetta allt upp á nýtt. Hægt og rólega hafa viðhorf almennings breyst og ég var steinhissa á því hvers konar undirtektir ég fékk þegar ég byrjaði að tala um þetta aftur núna nýlega. Ég hef fengið fljóðbylgju af skilaboðum frá fólki sem er sammála mér og ég trúi því að smátt og smátt munum við sjá ljósið í þessum málaflokki.”

Fræða frekar en að bjóða og banna

Jón Steinar segir að eina rétta leiðin sé að draga úr eftirspurn frekar en að reyna að banna framboðið og gera allt til að aðstoða fólk sem fellur í gryfju fíknar. Boð og bönn virki ekki og lögleiðing myndi breyta miklu, og þar að auki skapa skatttekjur.

,,Við eigum að fræða börnin okkar og unglingana og gera allt sem hægt er til að draga úr eftirspurninni. Svo eigum við að setja enn meira púður í að hjálpa þeim sem verða fíklar, en boð og bönn virka ekki. Sagan undanfarna áratugi sýnir okkur það einfaldlega. Eins og þetta er núna eru börn og unglingar sem ánetjast þessum efnum nauðbeygð til að verða sér úti um pening af því að þetta er ólöglegt og neðanjarðar. Þá byrja þau að fremja glæpi og selja sig og það eru svo glæpamenn sem maka krókinn. Það myndi breyta miklu að gera þetta allt löglegt og ríkið gæti svo notað hluta af peningnum sem myndi sparast við löggæslu til að hjálpa þeim sem verða fíklar.”

Lífið batnaði stórkostlega eftir að ég hætti að drekka

Jón Steinar þekkir vandamál áfengis af eigin raun og hann þurfti á endanum að fara í meðferð fyrir rúmum fjórum áratugum. Það hafi verið konan hans sem greip inn í stöðuna og sá til þess að hann tæki til í sínum málum.

,,Ég fór í meðferð fyrir 43 árum síðan. Ég var helgardrykkjumaður og drakk nokkra daga í röð, en svo dreif ég mig í meðferð þegar þetta var orðið augljóst vandamál. Ég er mjög vel kvæntur og það var konan mín sem sá til þess að ég gerði loksins eitthvað í málunum. Ég var í viku í meðferðinni og sá þá hvar ég var staddur og hef ekki bragðað maltöl síðan. Ég fékk loksins almennilega fræðslu um áfengi og fíkn í meðferðinni og eftir það gat ég ekki flúið þær upplýsingar sem ég fékk. Ég er þannig úr garði gerður að ég á erfitt með að ljúga að sjálfum mér og ég hef verið laus við áfengi síðan. Líf mitt batnaði stórkostlega eftir að ég hætti að drekka, bæði mitt og fjölskyldu minnar.”

Þáttinn með Jóni Steinari og alla aðra þætti Sölva Tryggvasonar má nálgast á heimasíðunni: solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki