fbpx
Sunnudagur 02.október 2022
Eyjan

Fasteignaverð gæti tekið dýfu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 09:00

Fasteignaverð breytist ört.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með hækkandi vaxtastigi og auknum væntingum um aukið framboð á húsnæði er ekki ólíklegt að fasteignaverð taki dýfu.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Má Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands. Hann sagði að fasteignaverð sé nú í sögulegu hámarki út frá öllum mælikvörðum séð og ekki sé ósennilegt að bóla hafi myndast á markaðnum.

„Þótt það séu engar vísbendingar komnar fram um það enn sem komið er, þá er ekki ólíklegt að fasteignaverð taki dýfu niður á við þegar vaxtastig er að hækka og væntingar eru uppi um aukið framboð,“ sagði hann og benti á að slíkt hafi gerst áður. Til dæmis hafi fasteignaverð lækkað um tæplega 20% frá 2007 til 2010 en á þessum tíma var samanlögð verðbólga um 30%.

Hann sagði að fyrstu merkin um verðlækkanir verði sá tími sem tekur að selja íbúðir. „Um leið og þær tölur fara að hækka, dagar frá því íbúð fer á sölu og þar til hún selst, fást vísbendingar um hvort lækkanir séu í kortunum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Hlustum á Píratana

Björn Jón skrifar: Hlustum á Píratana
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkur vilja bjarga Skólamunastofu Austurbæjarskóla

Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkur vilja bjarga Skólamunastofu Austurbæjarskóla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón og Brynjólfur segja konurnar ljúga og að varaformaðurinn láti hafa sig að fífli

Jón og Brynjólfur segja konurnar ljúga og að varaformaðurinn láti hafa sig að fífli