fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Ólafur segir landlæga þrjósku valda því að Ísland gengur ekki í ESB – „Ís­lenska krónan er fíllinn í stofunni“

Eyjan
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 10:05

Ólafur Arnarson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Arnarson, blaðamaður á Fréttablaðinu, segir íslensku krónuna vera fílinn í stofunni og löngu sé tímabært að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í leiðara Fréttablaðsins í dag. „Líkast til er það ein­hver land­læg þrjóska sem veldur því að ís­lenskir ráða­menn berja hausnum við steininn og vilja standa utan stærsta og á­hrifa­mesta lýð­ræðis­banda­lags í heimi þar sem fyrir eru vina- og frænd­þjóðir okkar. Í gegnum EES höfum við skuld­bundið okkur til að lög­leiða mest­allt reglu­verk ESB, en þar sem við erum ekki aðilar að ESB höfum við engin á­hrif á stefnu­mótun sam­bandsins,“ segir Ólafur.

Hann bendir síðan á kostina við aðild: „Með fullri aðild að ESB fengjum við Ís­lendingar ekki einungis sæti við borðið þar sem stefna sam­bandsins er mörkuð og á­kvarðanir teknar. Við fengjum einnig evruna, gjald­miðil ESB.“

Ólafur fer síðan yfir nokkra ókosti þess að halda í krónuna sem gjaldmiðil. Innflutningsfyrirtæki þurfi að kaupa gjaldeyri af bönkunum til að kaupa inn vörur og greiða bönkunum þóknun. Þetta leggist á vöruverðið og neytendur borgi brúsann. Hann segir ennfremur:

„Ís­lensk út­flutnings­fyrir­tæki þurfa að selja bönkunum gjald­eyri fyrir krónur til að geta borgað laun og að­föng hér á landi. Fyrir þetta borga þau bönkunum þóknun. Þetta dregur úr sam­keppnis­hæfni ís­lenskra fyrir­tækja á er­lendum mörkuðum.“

Ólafur bendir á að íslenska krónan sé minnsti gjaldmiðill í heimi og augljóst er að hann telur þennan gjaldmiðil standa samfélaginu helst fyrir þrifum í efnahagsmálum:

„Ís­land er gjöfult og gott land. Akkilesar­hæll Ís­lands er krónan, minnsti gjald­miðill í heimi. Ís­lenska krónan skaðar sam­keppnis­hæfni Ís­lands gagn­vart um­heiminum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans