fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Ólafur hjólar í borgina fyrir seinagang og biður Einar um að klára málið

Eyjan
Mánudaginn 25. júlí 2022 19:15

Ólafur Stephensen biðlar til Einars Þorsteinssonar að klára málið í hvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er ósáttur við seinagang borgarinnar í máli sem snýr að táknrænum stuðningi borgaryfirvalda við baráttu Úkraínu. Þann 27. apríl, eftir nokkra vikna vandræðagang að sögn Ólafs, samþykkti umhverfis- og skipulagsráð að nefna lítið torg, á gatnamótum Garðastrætis og Túngötu, Kænugarð / Kýiv-torg. Torgið er þar sem Rússland starfrækir sendiráðsbyggingar sínar og var markmiðið að senda skýr skilaboð um stuðning borgaryfirvalda við baráttu úkraínsku þjóðarinnar. Það voru Sjálfstæðismenn sem lögðu tillöguna til sem naut þverpólitísks stuðnings og var tillagan síðan samþykkt í borgarráði.

Þótti við hæfi að hafa tvö heiti á torginu. Annars vegar Kænugarð til að vísa til hinnar fornu tengingar milli Íslands og Úkraínu en síðan einnig tilvísun í alþjóðlegt heiti úkraínsku höfuðborgarinnar.

Sjá einnig: Reykjavíkurborg ögrar Rússum – Nefna torg eftir Kænugarði/Kýiv skammt frá rússneska sendiráðinu

„Nú, þremur mánuðum síðar, er ekkert skilti og engin merki um þá samstöðu sem Reykvíkingar hugðust sýna Úkraínu. Hversu hægt vinnur þetta borgarkerfi eiginlega? Svo er annað mál að samstöðutáknið mætti verða sýnilegra en venjulegt skilti. Bezt væri ef fáni Úkraínu fengi að blakta á Kýiv-torgi dag og nótt, upplýstur þegar dimmt væri. Það færi þá ekki framhjá fulltrúum stríðsglæpamannanna í Kreml þegar þeir mættu í vinnuna með hverjum Reykvíkingar standa,“ skrifar Ólafur í færslu á Facebook-síðu sinni.

Hann taggar svo Einar Þorsteinnsson, formann borgarráðs og oddvita Framsóknarflokksins í færslunni til þess að freista þess að koma hreyfingu á málið. „Einar Þorsteinsson, er ekki hægt að treysta þér til að ganga í að klára þetta mál þannig að sómi sé að?“ skrifar Ólafur.

Sjá færslu Ólafs hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið